föstudagur, mars 31, 2006

Myndir

Var að setja inn nokkrar myndir á myndasíðuna okkar. Því miður hef ég ekki getað sett inn margar myndir, reyni að setja inn fleiri myndir næst þegar ég hef tíma :)

þriðjudagur, mars 21, 2006

Heimkoma

Þá erum við bara komin heim til Íslands. Lenntum á föstudagskvöldið síðasta og svo líður tíminn bara brjálæðislega hratt. Ég er byrjuð að vinna og það er bara strax kominn þriðjudagur. En það er gott að vera komin heim. Heim í heiðan dalinn. Rúmmið mitt er ÆÐISLEGT.

Bless í bili

mánudagur, mars 13, 2006

Wales

Jæja, þá er maður bara mættur í veldi bretanna. Lentum í hádeginu í gær eftir tæplega 5 tíma flug frá Cairo. Rúta beint frá flugvellinum til Cardiff og þaðan leigubíll til Valda og Höllu. Brrr, hér er kalt, við sáum hellings snjó á leiðinni hingað. Hér er hitastigið einhversstaðar um frostmark. Það er ekkert sérstaklega hagstætt fyrir okkur þar sem við erum ekki með nein hlý föt. Í dag fórum við út í göngutúr. Ég var í síðermabol, léttri peysu, þykkri peysu og flíspeysunni hans Gunnars. Svo var ég með hálsklút frá Kambódíu. Mér var kalt. Fór inn í nokkrar hip og kúl búðir í Cardiff en þar sem sumarið kemur opinberlega 1. mars hérna þá voru einu fötin sem voru í boði hérna brjóstsíðir jakkar eða mínípils og ég fann ekkert sem gat hugsanlega minnkað kuldann sem nísti að mér. Skrýtna lið!
Hér er allt mjög hreint, vá hvað allt er snyrtilegt hérna. Göturnar eru hreinar, bílarnir keyra á akreynum og allt er voða skipulagt. Meira að segja ruslið í görðunum hjá fólki virðist vera hreinlegt miðað við ýmislegt sem við höfum séð. Hér er líka mjög friðsælt, hér eru engar moskvur sem góla á öllum tímum sólahringssins.
Við erum greinilega komin til Evrópu. Hundskemmtilegt alveg hreint. Eigum eftir að vera í frystingnum hérna í 4 daga í viðbót og svo er það bara Flugleiðir og búmm, við komin til Íslands á nó tæm.
Við erum í góðu yfirlæti hjá Höllu og Valda og Alexander sér um að halda okkur uppteknum. Rosa gaman að koma í heimsókn og hitta þau :)

laugardagur, mars 11, 2006

Ýmislegt um Egyptaland

Sátum áðan á testofu og drukkum egypskt te og reyktum vatnspípu (sheasha) með eplabragði, algjör snilld.

Við værum rík ef að við fengjum eitt Egypskt pund í hvert skipti sem okkur hefur verið boðin camelferð, hestaferð, fellucca ferð, leigubíll, papirus.

Vorum við pýramídanna í gær og hlóum mikið þegar egypsku ferðamennirnir fóru í hestaferð og hrópuðu svo um alla eyðimörk Jalla Jalla (hlaupa hlaupa).

Hlógum líka mikið þegar við löbbuðum út í eyðimörkina til að ná mynd af öllum níu pýramídanum og yfir eina sandölduna kemur maður á appelsinugulum asna og hrópar á okkur: Perfect!! I have coke to sell you. Jú eins og allirvita þá þarf maður nauðsynlega á kók að halda þegar maður horfir á pýramídanna.

Uppáhaldsmaturinn okkar Jónu i Egyptalandi hefur verið valin: Shawerma. Það er nautakjöt, tómatar og krydd sem eru flegin af stórum skrokki og sett í pulsubrauð (eiginlega það sem við þekkjum sem Kebab).

Egyptar mega eiga eitt yfir fólk í Suðaustur Asíu, hérna telja sig allir þurfa að hjálpa okkur, allir vita hvert við ættum að vera að fara, hvað við ættum að vera að kaupa og hvert við ættum að vera að horfa. Allar ráðleggingar ókeypis en valfrjálst að gefa baksheesh (þjórfé), valfrjalst my ass!!

Hér í Egyptalandi verður Jóna fyrir meira áreiti heldur en í Suðaustur Asíu. Í dag kallaði einn maður á eftir mér og leit um leið á Jónu: Hey you mister, you very lucky man, you very lucky. Maður veit ekki hvað maður á að gera, þakka fyrir komment eða blóta (berja).

Byggingarnar sem budget hótelin hérna í Cairo eru í eru alveg met. Hótelin eru öll á 4 eða 5 hæð í byggingunum. Sjálf hótelin eru alveg snyrtileg en húsin sjálf eru mjög niðurnýdd. Andyrin eru full af gömlum húsgögnum, pappakössum og drasli. Veggirnir ógeðslegir, steypan brotnuð upp úr allstaðar og á öllum hinum hæðunum eru yfirgefnar íbúðir allar í drasli. Í hótelbyggingunni okkar er gat eftir öllum veggnum þar sem hægt er að sjá stigaganginn við hliðiná. Svo eru það lyfturnar, þær eru allar frá Victoria tímabilinu. Svona trélyftur með gleri í gluggunum. Fyrst þarf maður að opna járngrind og svo þarf maður að opna tréhurðirnar (svona vængjahurðir). Í einni byggingunni þar sem við skoðuðum hótel sá ég að lyftan var frá 1897!! En það skemmtilega við þetta allt saman er að þessar lyftur virka, ótrúlegt.

Fórum í íslamska hluta Cairo i dag og þar býr ennþá í húsum frá miðöldum.


Svona er Egyptaland. Hér er allt mjög nútímalegt en á sama tíma er hægt að labba nokkra götur til að vera komin aftur til miðalda, bæði efnislega og andlega.

Og svona í lokinn:
ُقعة شي بهمش خننعق رثم اثقىش ه ُلغحفشمشىيهو فاشي رثقعق سشةف لخفف شي نخةش اثهة خل بش اثهفش سشثىل خل اثهفش سفعقفعو لاهي شي اثهمسش اثهة فاشق فهم ىمشق هسمشىي خلقعة سنخقهيز

Síðasti dagurinn í Cairo

Já, þá er bara komið að því. Síðasti dagurinn í ferðinni. Kannski ekki alveg en allaveganna síðasti dagurinn í Afríku. Í fyrramálið fljúgum við til Evrópu og þar með líkur ferð okkar um framandi lönd.
Komum til Cairo í gærmorgun. 9 tíma næturrúta frá Dahab. Borguðum multipening fyrir leigubíl frá rútustöðinni af því að rútubílstjóranum fannst ofsa sniðugt að stoppa í úthverfi en ekki í miðbænum eins og við gerðum síðast. Fórum á aðaltorgið okkar í leit að gistingu. Prófuðum fullt af ELD gömlum lyftum sem voru ekki í allt of góðu átstandi. Annað hvort voru hótelin uppbókuð, áttu bara eins nótt lausa eða voru lokuð. Fundum loksins eitt hótel sem var með laust en í byrjun leist okkur ekki alveg á verðið hjá þeim en eftir smá prútt fengum við herbergið á verði sem okkur leist á. Fúlt að labba upp á fimmtu hæð með 17 kíló á bakinu og 5 kílóa dagpoka á maganum og fatta að það er lyfta þegar maður er kominn alveg upp!.
Við áttum 2 daga í Cairo í gær og í dag. Í gær fórum við að skoða pýramídana í Giza AFTUR. Mjög magnað aftur. Tókum lókal buss til Giza og löbbuðum bara inn á svæðið. Löbbuðum í kringum alla pýramídana, fórum inn í 3 grafir og nutum þess að vera þarna án þess að leiðinlegur gæd væri að bíða eftir okkur. Tókum hvorki kameldýr né hest á leigu þrátt fyrir þúsundir boða og löbbuðum bara sjálf á stað þar sem var hægt að taka mynd af öllum 9 pýramídunum. Hundskemmtilegt. Þegar við vorum hálfnuð til baka með bussinum var keyrt á okkur. Eða ekki á okkur heldu á bussinn. Bílstjórarnir rifust eins og sveittum aröbum er einum lagið og við skemmtum okkur konunglega. Held samt að þetta hafi verið bussinum að kenna en ekki litla bílnum sem missti stuðarann sinn! Skelltum okkur á stóra M-ið þar sem við prófuðum MacArabia. Skemmtileg aðlögum MacDonalds á local mat.
Í dag var 3 á dagskrá: Finna pósthús til að senda milljón póstkort, skoða Al-Azhar moskvuna og fara á Khan Al-Khalili markaðinn.
Fundum pósthúsið eftir að hafa labbað hring í stóru hringtorgi. Eftir það villtumst við aðeins í vitlausa átt en það var allt í lagi því að við römbuðum í Sultan Hassan moskvuna og skoðuðum hana. Næst villtumst við í Old Cemitery: Mjög skítugt en áhugavert. Vorum næstum á réttri leið þegar við skoðuðum Blue Mosque og því næst komum við að Bab Zuweila. Þá vissum við að við vorum næstum því komin að markaðinum: Sjibbý kóla. Stndum þegar maður er að leita að einhverju þá er það alveg beint fyrir framan nefið á manni en maður er samt villtur og finnur það ekki. Stóðum við stóra götu og horfðum í kringum okkur. Á hægri hönd var einhverskonar markaðsstemmari. Fórum þangað. Bara efni til sölu. Ég hef aldrei séð eins mikið af efni á sama stað eins og þarna. Loftið mettað af efnisögnum þrátt fyrir að svæðið væri undir beru lofti. Villtumst aðeins þarna, nokkur öngstræti og svo búmm við vorum komin aftur á sama byrjunarstað :) Fundum út hvar við vorum með aðstoð Lonely Planet og fundum Al-Azhar moskvuna. Mér var bent á að hylja hárið en það er í fyrsta skipti sem ég geri það síðan við komim í þetta múslima land!! Mjög flott moskva, ótrúlega friðsælt að vera þarna. Svo fórum við á markaðinn: Hello, look here for free! Overpriced matur og ágengir sölumenn. Eyddum nokkrum hundraðköllum en fórum ekki yfir þúsund krónurnar. Náðum svo að villast næstum því á leiðinni heim en svo bara búmm. Gatan okkar byrtist og ljúfa hótelið okkar á næstu grösum. Sáum meira að segja Abdeen Palace (planið var að fara kannski og kíkja á hana, nenntum því ekki en getum allaveganna sagst hafa séð hana að utan!). Gunnar fékk sér Shisha í síðasta skiptið og með því drukkum við te.
Sem sagt bara hinn ljúfasti dagur. Náðum að gera allt sem við ætluðum okkur og í bónus fengum við að sjá fullt af öðru dóti sem var alls ekki planlagt. Svona er að ferðast með mér: Ég er með innbyrgðan villara sem tryggir að maður fari í vitlausa átt. Oftast endar það samt með því að maður rambar á réttan stað eða fær að sjá eitthvað skemmtilegt og óhefðbundið í staðinn.
Núna er klukkan að verða 6 og það er að fara að koma kvöld. Við eigum eftir að vera hérna í 15 klukkutíma í viðbót. Á þeim tíma ætlum við að pakka niður dótinu okkar og slappa af. Við ætlum að fara á uppáhaldsstaðinn okkar og kaupa geðveikt mikinn mat til að borða í kvöldmat. Shawerma er sko uppáhalds maturinn minn, slurp.
Bless
í
bili,
sjáumst
í
Evrópu
:)

fimmtudagur, mars 09, 2006

Til hamingju með afmælið

Gaman að heyra í þér áðan Hulda María og til hamingju með afmælið aftur. Ég var að skrifa eitthvað mjög spekingslegt á MSN og búmm: Rafmagnslaust. Jæja, svona er að vera í Afríku. Sjáumst eftir nokkra daga.

Svo á hún Anna Rún frænka líka afmæli á morgun. Til hamingju með afmælið Anna Rún :)

Tær sjór og tær snilld

Erum búin að kafa fjórum sinnum. Sjórinn hérna er ekkert smá tær, maður sér ótrúlega langt, 25 metra til allra átta. Sjórinn hér er aðeins kaldari heldur en í Tælandi þannig að við þurfum að vera í tveimur blautbúningum og skóm, sumir kafarar sem við sáum voru líka með hettu. Allur búnaðurinn + það að snjórinn er saltari hérna gerir það að verkum að maður þarf að hafa mörg lóð til að sökkva niður og halda réttu bouancy. Ég þurfti 14 kíló um mittið á mér og Jóna 13 kíló.
Fyrsta köfunin var meira til að æfa okkur að venjast aðstæðum og búnaði. Samt sáum við mikið af fiskum og kóral. Í annari köfuninni fórum við lengri vegalengd og lengra niður á stað sem heitir Lighthouse, þar sáum við mjög langan kóralvegg með litríkum kóral og litríkum fiskum. Í gær voru aðeins erfiðari kafanir. Fyrri köfun dagsins hét gilið. Þá köfuðum við að gili og létum okkur falla niður það, niður á 30 metra dýpi. Þegar niður var komið var þar hellir. Við syntum í gegnum hellinn og komum upp um gat í hellisþakinu. Þegar út var komið syntum við til baka yfir hellinn og gilið og þá sáum við loftbólur stíga upp frá hellisþakinu, loftbólurnar sem við höfðum andað frá okkur. Það var magnað að sjá þær fljóta upp, þetta var eins og hart efni, ég gat gripið loftbólurnar án þess að þær tvístruðust í margar minni. Magnað að sjá þessi tvö efni vinna saman, vatn og loft. Seinni köfunin fór fram á stað sem heitir Blue Hole. Blue Hole er kóralveggur sem er í hring út í miðjum sjónum og inn í miðjunni er gat þar sem er bara sjór inn í. Ef þú stendur í miðjum hringnum og horfir niður þá sérðu bara blátt því að það er svo langt til botns (100 metrar eða meira). Ef þú horfir upp þá sérðu líka bara bláan himninn og ef þú ert á 10 metra dýpi þá rennur þetta allt saman og þú veist ekkert hvað er himininn og hvað er botninn, magnað. Allavegna þá byrjaði köfunin á því að við hoppuðum ofan í gil og settum þar á okkur froskalappirnar, svo létum við okkur falla niður í gilið á 30 metra dýpi en neðst er bogi eða brú á milli giljaveggjanna sem við fórum í gegnum. Þegar við komum út úr gilinu tók við ótrúlega stór kóralveggur. Þar sem við vorum á 30 metra dýpi þá gátum við horft upp kóralvegginn upp á yfirborðið og horft niður kóralvegginn til botns, sem var á 100 metra dýpi eða eitthvað. Við syntum sem sagt meðfram þessum kóralvegg þar til við komum að blue hole og fórum síðan inn í kóralhringin og syntum meðfram honum að ströndinni. Þessar tvær kafarnir voru æðislegar, virkilega fallegt og litríkt þarna niðri. Fiskar sem við sáum voru t.d. skata, krossfiskur, grupper sem er stórt kvikindi með oddhvassar tennur, lionfish, pipefish, ílangir fiskar sem ég man ekki hvað hétu, skjelfiskar, fullt af Nemófiskum og margt fleirra. Kafa, það er málið.

Brrr mér er kallt

Það er skítakuldi hérna, ok ok eitthvað um 20 gráður en það er líka hávaðarok og við erum nú ekkert með neitt sérstaklega hlý föt. En jæja, það fer að styttast í að maður fari að koma heim og maður verður víst að trappa sig niður :)
Næst er það Cairo (sem verður sennilegast kaldari en Dahab) og svo er það London sem verður ennþá kaldari. Á Íslandi verður svo örugglega rosalega kalt en þá höfum við allaveganna upphiuð hús og öll hlýju fötin okkar .

Ruski Dahab

Allir í Dahab eru að spyrja okkur hvort að við séum frá Rússlandi. Hér er víst mikið af rússum sem koma í sumarfrí. Á mörgum matsölustöðum eru matseðlarnir á rússnesku. Það er víst nauðsynlegt þar sem þeir kunna litla ensku. Ein rúsnesk stelpa sagði okkur áðan að margir rússar fljúga til Sharm el Sheik, tekur fjóra klst, taka rútu hingað í klukkutíma og engin skilur þá þegar þeir reyna að gera sig skiljanlega á hótelinu. Önnur ástæða er líka vegna þess að þeir eru alltaf fullir þegar þeir koma hingað. Ég veit ekki, en ég hef alltaf verið pínu móðgaður þegar ég hef verið spurður hvort við séum frá Rússlandi. Ég segi bara njet og labba áfram !!!

mánudagur, mars 06, 2006

Sinai

Erum stödd á Sinai skaga. Nú er kvöld. En í dag gátum við horft yfir til Saudi Arabíu, hundmerkilegt. Fórum í kvöldmat áðan og keyptum okkur grænmeti, það var það ódýrasta á matseðlinum. Já svona er að vera bakpokaferðalangur. Staðreyndin er sú að þetta er ein af betri máltíðum sem við höfum fengið að undanförnu. Lærdómur: grænmeti er ekki svo slæmt. Grænmeti og vatn!!! Í eftirrrétt fengum við vatnspípu í boði veitingastaðarins. Tóbakið var með eplabragði, hundgott. Maður má ekki gleyma sér og gleypa reykinn. Nei nei, muna að blása aftur út !!! Á morgunn og næsta dag ætlum við að fara að kafa í Rauða hafinu. Ætlum að skoða nokkra fallegustu köfunarstaði í heimi að mati gárunga. Ferðin hingað var ekki sú auðveldasta. Tókum næturlest frá Luxor til Cairo (10 klst), biðum á rútustöðinni í Cairo í fimm tíma, tókum rútu til Dahab (11 klst) og komum þangað klukkan 24 í gærkvöldi. Mörg stopp á leiðinni. Bærinn sem við erum í núna heitir Dahab. Hér er sannkölluð sólstrandarstemmning. Fullt af veitingastöðum og túrhestabúðum. Fullt af stöðum að bjóða kafanir og kamelsafarí. Það besta við að kafa hérna er að maður labbar bara út í sjó og eftir smá stund dýpkar sjórinn gríðarlega og þar eru kóralar og litríkir fiskar, algjör paradís. Hér er hinsvegar rok þannig að það virðist kalt, þó að engin ský séu á himni og sólin skíni sem aldrei fyrr. Svona til gamans þá er hér rétt hjá Sinai fjall þar sem Guð kom niður úr himnum og rétti Móses boðorðatöflunar, hundskemmtilegt allt saman. Held samt að við náum ekki að kíkja þangað af því að maður má ekki fljúga eða fara upp á há fjöll stuttu eftir að maður kafar. Já og bjórinn, hann er í boði hérna á Adams bar. Einn Stella á 5 Egypsk pund (LE), 60 krónur. Sátum þar áðan að skrifa póstkort og komust að því að þetta er eini staðurinn sem býður upp á alkóhól í pleisinu. Fullt af fólki kom og keypti bjór í poka og fór með heim. Þá er ég að tala um 6-10 bjóra. Bjór í takaway á bar, já alltaf er maður að læra eitthvað nýtt.

Þetta er Gunnar, Sinai.

P.s. Jóna er með eplabragð í munninum og hún er sybbin, ok bless. Publish post, bless bless.

laugardagur, mars 04, 2006

Lúxus Lúxor

Þá er maður búin að taka ofurtúristann á þennan hluta Egyptalands. Konungadalurinn, Drottningadalurinn, Hof Hatshepsut, Súlur Memnos, Grafir Aðalsmannanna, Ramesseum, Medinat Habu, Karnak musterið og Luxor musterið. Í gær fórum við í 2 túristalegar ferðir um svæðið en í dag skoðuðum við hluti á egin vegum, tókum ferjur, leigubíla og gengum alveg heilan helling.
Í morgun skoðuðum við ma. gröf Ramosis, risastór og flott gröf. Í einu horninu sáum við göng sem leiddu ofan í jörðina en þar voru engin ljós. Af fenginni reynslu vorum við með vasaljós með okkur svo að við örkuðum niður. Eftir 10 metra hittum við aðra konu sem líka var á leiðinni niður og líka einn gaur sem er að vinna þarna sem vörður. Við 4 figruðum okkur þarna niður snarbrött göngin og enduðum slatta metra ofan í jörðinni. Niðamyrkur og þungt loft, gott að vera með vasaljós. Nokkrir klefar og eitt ker sem ég veit ekki hvað var notað í. Mjög kúl allt saman. Það sem var eiginlega mest kúl var hauskúpan sem við sáum þegar við kíktum inn í eina holuna þarna!! Vörðurinn sagði að vísu að þetta væri bara rubbish en þetta var samt töff, ég meina, hvenær er mennsk hauskúpa rubbish? Síðan fór gaurinn að segja okkur frá ríku söfnunum i Cairo sem hafa tekið allt úr gröfunum til að græða peninga á þeim annarsstaðar! Þegar við vorum að koma upp í göngunum aftur þá segir gaurinn okkur að hafa hljótt og læðast upp vegna þess að við meigum í rauninni ekki vera þarna og stóri ferðamannahópurinn sem var uppi mátti ekki sjá okkur. Við borguðum gaurnum alla smápeningana sem við vorum með LE. 1 (12 kronur) og vorum mjög sátt við að eyða pening í þessa reynslu :) Hugsuðum að vísu aðeins um ágang á gröfina en við vorum mjög varkár þarna niðri og svo var nú heldur ekki margt sem hægt var að skemma, engar myndir á veggjum og engar styttur eða neitt slíkt.
Seint í kvöld liggur leið okkar svo aftur til Cairo, tjú tjú, 10 tíma næturlest með reikingarfýlu í nösunum: Vííí. Núna er hins vegar komið að því að skoða hvernig múmíur voru búnar til og svo ræðst maður á kebab til að seðja hungrið, slurp.
Kveðjur

fimmtudagur, mars 02, 2006

Can I help you spend your money??

Klukkan er 3 um nóttina og síminn hringir. Wake up call! Stuttu síðar skríðum við niður i móttöku og bíðum eftir að vera sótt. Keyrum til Abu Simbel á brjáluðum hraða og horfum á sólina koma upp í eyðimörkinni. Abu Simbel er alveg magnað musteri, 4 risagaurar sem horfa til sólarinnar, nokkrir minni inni í musterinu, alveg súper.
Brumm, brumm, brunað til baka og beint um borð í felucca. Felucca er lítill bátur sem drifinn er áfram af seglum og kröftum árinnar. Lífið okkar þessa 2 daga snerist um að liggja á dýnum að slappa af og hugsa um hvað maður fengi að borða næst. Yndælt líf. Gaman að sigla um á Níl og njóta umhverfisins. Sáum 3 krókodíla í ánni. Ein stelpan sem var með okkur á bátnum var að synda í ánni þegar einn lítill synti í áttina að henni og hún rétt komst upp úr. Við Gunnar létum Nílarsund hins vegar alveg eiga sig. Best að vera ekkert að trufla þessi kvikindi.
Meiri musteri. Í dag var komið að musterunum í Kom Ombo og Edfu. Sáum múmíska krókódíla, uppþornaða og krumpaða; kúl að sjá meira en 3000 ára krókodíla. Egyptar dýrkuðu dýrin sín :)Hundskemmtilegt allt saman (enda eru líka til hundamúmíur).
Mjög gott að komast til Luxor Pluxor þar sem við erum núna. Besta sturta í langan tíma (eina sturtan í 3 daga!). Gott að vera komin í menninguna (og mengunina) aftur. Gott að hitta sölumenn sem eru æstir í að selja manni allt of dýrt kók og hjálpa manni við að eyða peningunum í eitthvað (ó)nauðsynlegt.
Á morgun förum við svo í metskoðunarferð, Konungardalurinn, Drottningadalurinn, Musteri Hatseputar og Súlur Memnons verða skoðuð fyrir hádegi og eftir hádegi er stefnan tekin á Karnak musteri og Luxor musteri. Publish Post