miðvikudagur, júlí 26, 2006

Lunchpack

Eitt það skemmtilegasta við að fara til útlanda er að prófa matin í landinu. Á Sri Lanka var hægt að kaupa á mörgum götuhornum Lunchpack (matarpakki). Hægt var að fá veggie eða chicken pakka. Pakkinn samanstóð af fried rice með grænmeti og kjúkling (eða soðnum hrísgrjónum). Yfir þetta var svo helt sterkri chilli sósu og einnig fylgdi með papadum. Þetta allt saman var svo pakkað inn í plastpoka og svo bréfpoka yfir, svona brotið saman og þegar þú ætlaðir að borða þetta þá braustu bara pakkan í sundur og borðaðir þetta af pokanum með berum höndunum. Geðveikt gott og einfaldur matur. Það var æðislegt að renna þessu niður með Lion, þjóðarbjór Sri Lanka (sem er líka góður). Enn hvað þetta var sterkt maður, það var sjaldan að maður meikaði að klára allan pakkan því áður en maturinn var búin var maður orðin svo logandi í munninum að annað munnfylli hefði bara kveikt í manni. Svo svitnaði maður eins og munkur við að borða þetta af því að þetta var svo sterkt. Þetta var s.s. sterkast maturinn sem ég fékk í ferðinni. Sá annar matur sem komst nálægt þessu í sterkleika var chilli kjúklingurinn sem ég og Jóna pöntuðum á veitingastað í Viddywada í Indlandi. Ég meina hverjum dettur í hug að panta sér chilli kjúkling í landi þar sem allur annar matur er nógu sterkur fyrir? Allavegna lunchpack, það er það sem ég mundi vilja fá í hádegismat núna.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

PENETREITOR

Hvet alla til að sjá leikritið Penetreitor sem er sýnt í sama húsi og Sjóminjasafn Reykjavíkur, Grandagörðum 8. Þetta er öðruvísi upplifun heldur en að fara í venjulegt leikhús eins og Borgarleikhúsið, þarna er nálægðin meiri og maður nánast situr í leikmyndinni. Svo er umfjöllunarefnið mjög sterkt og hefur mikil áhrif á mann, enda leikurinn kraftmikill. Leikritið fjallar um geðveiki og hvernig fólk tekst á við hana, og rennur ágóði af sýningunni til styrktar Hugarafli, sem er hópur einstaklinga sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Upplýsingar um sýningartíma og miðapantanir eru í síma 6990913.
Leikritið var frumsýnt 11. júlí en ég veit ekki hvað eru margar sýningar.

Hér er smá umfjöllun um leikritið og leikara af Vísir.is:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060703/LIFID01/107030060/1120/THRJU

Dauðafæri - svar er komið

Ég fékk vísindavef HÍ í lið með mér til að kryfja þetta mál til hlítar og hér er niðurstaða vísindanna:

http://visindavefur.hi.is/?id=6052