Fyrsta skrefið stigið
Þá erum við stigin einu skrefi nær því að fara til Asíu. Keyptum okkur tvær Lonely Planet bækur á Bandaríska Amazon (gott gengi á dollaranum þið skiljið). Bækurnar voru akkúrat tvær vikur á leiðinni. Við pöntuðum þær 13. janúar og fengum þær 27. janúar. Keyptum okkur LP India og LP Southeast Asia on a shoestring. Þetta kostaði samtals 3771 krónur. Inn í því er verðið fyrir bækurnar, flutningskostnaður, tryggingar og tollurinn á Íslandi. Tollurinn á Ísl var ekki nema 768 kr. en við héldum að hann yrði mikið meiri. Til gamans má geta þess að í Eymundsson kosta þessar bækur 3500 kr. stykkið þannig að það má segja að við höfum fengið tvær á verði einnar. Ekki dónalegt það :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home