fimmtudagur, maí 05, 2005

Meira ákveðið í ferðaáætluninni

Við erum búin að kaupa flugmiða til London, eins gott að komast af þessu skeri! 1. október 2005 klukkan 7.45 leggjum við af stað með Flugleiðavél frá Keflavík. Það þýðir að við verðum komin til London kl. 11.45, sem aftur þýðir að við þurfum að bíða á flugvellinum í 9 klukkutíma eftir tengifluginu til Abu Dhabi. Það er samt allt í lagi vegna þess að þá þurfum við ekki að gista eða vera stressi að missa af seinna fluginu.

Við keyptum netsmell með Flugleiðum og þá neiddumst við til að kaupa far til baka... Hmm... Hvaða dag áttum við að velja? Ég náði næstum að sannfæra Gunnar um að koma heim 1. apríl sem myndi þýða hálft ár í útlandinu! Við urðum svo sammála um að velja dagsetninguna 17. mars 2006. Það þýðir fimm og hálfur mánuður á ferðalagi! 22 vikur þeinkjúverímöst.

Tilhlökkunin magnast með hverjum deginum og núna er að koma sumar sem verður örugglega mjög fljótt að líða. Ég trúi því varla að það séu komnir 5 mánuðir síðan við ákváðum að fara. Það eru einnig 5 mánuðir þangað til að við förum og ég er sannfærð um að þeir verða enn fljótari að líða heldur en síðustu 5. Áður en ég veit af verða ég að skrifa inn á þessa heimasíðu að núna sé aðeins vika í að við förum og síðan skrifa ég að við séum að fara á morgun... Himneskt...

Takk fyrir og góða ferð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home