föstudagur, júlí 15, 2005

Bólusetning

Í gær fórum við í bólusetningu. Ég þarf reyndar að koma tvisvar í viðbót en Jóna er good to go. Ég er stressaður við nálar en þetta var nú ekkert mál. Fyndið að láta sprauta í sig sjúkdómum svo að maður verði ónæmur fyrir þeim. Ég er sem sagt bólusettur gegn mænusótt, stífkrampa og barnaveiki (getur verið að ég hafi fengið sprautu gegn taugaveiki líka), auk þess sem ég er búinn að fá fyrri skammt af lifrarbólgu A. Næstu tvo skipti fæ ég svo sprautu gegn lifrarbólgu B og einhvern elexíer sem á að vinna gegn kóleru. Þegar ég kem svo heim frá útlöndum þarf ég að fá aftur sprautu gegn lifrarbólgu A og B. Þá á ég að vera góður næstu 10 ár. Ég skil samt ekki alveg af hverju við vorum ekki sprautuð gegn gulu (yellow fever), það er sér reitur í bólusetningarskírteininu sérstaklega fyrir hana, eins og það sé mikilvægasta bóluefnið, en það getur verið að það fari eftir svæðum hvort það þarf.

Eins og þið sjáið hér að ofan þá er ég ekki alveg viss hvað var verið að sprauta í mig, en það er í góðu, ég treysti þesssum manni og ég er bara hress og kátur. Svo spillir ekki fyrir að þetta mun allt kosta mig litlar 20.000 kr. þegar uppi er staðið !!!!

Allavegna, 78 dagar í Indland, jibbý jei.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home