föstudagur, júlí 15, 2005

Fuglaflensa

Smá fróðleikur um fuglaflensuna. Að sögn Helga Guðbergssonar sóttvarnarlæknins (sá sem bólusetti okkur, ásamt flestum öðrum sem fara til útlanda) þá eru staðreyndirnar eftirfarandi:

1) Þeir einu sem fá fuglaflensu eru starfsmenn kjúklingabúa eða þeir sem sjá um að slátra kjúklingunum og komast í snertingu við blóð eða vessa úr lifandi/slátruðum kjúklingum.

2) Ferðamenn fá ekki fuglaflensu nema þeir taki þátt í lið 1 (sem væri skrítin túristi ef það er boðið upp á það einhversstaðar, menningartengd ferðaþjónusta!!). Maður fær sem sagt ekki fuglaflensu af því að borða kjúklingakjöt.

3) Eini sénsinn fyrir okkur til að smitast af fuglaflensu skv. þessu er ef flensan stökkbreytist og verði mannaflensa en þá eru það ekki bara ég og Jóna sem þurfum að hafa áhyggjur heldur öll heimsbyggðin og alveg eins líkur á að fólk á Íslandi smitist eins og við í suðaustur Asíu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home