60 dagar í Indland
Fínt að fá eitt stykki verslunarmannahelgi til að slappa af. Gerði voðalega lítið um helgina, var mest megnis heima. Var að sjálfsögðu að hugsa um Indland. Í dag eru 60 dagar þangað til við förum, tveir mánuðir. Miðað við hvað júní og júlí liðu hratt sé ég fram á að ágúst og september muni líða ennþá hraðar. Ég og Jóna erum búin að bóka 3 helgar þangað til við förum. Næstu helgi verður ættarmót hjá mér, þar næstu helgi erum við að reyna að fá mömmu og pabba með okkur í Landmannalaugar og fyrstu helgina í september er verið að skipuleggja sumarbústaðarferð með vinum hennar Jónu. Þannig að það er nóg að gerast framundan. Fyrir utan það er þetta á dagskrá vegna Asíufararinnar:Sækja um vegabréfsáritun
Kaupa lyf
Stússast ýmislegt í bankanum
og síðast og ekki síst pakka niður....
Við þurfum bæði að pakka niður í bakpokan og einnig setja fötin okkar og annað dót í pappakassa til þess að við getum leigt út íbúðina.
Þannig að nóg er að gerast framundan, og ég tek á móti ágúst með brosi á vör. Ég er einnig í góðu ástandi í dag vegna þess hvað ég var rólegur um verslunarmannahelgina, ég kannast við að vera ryðgaður þennan fyrsta dag eftir verslunarmannahelgi, enda er ég alveg viss um að margir hringja sig inn veika en þeir sem hafa vit á því eru náttlega í sumarfríi í dag, maður þarf oft dag til að jafna sig eftir útihátíð, ég kannast við það :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home