þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Vegabréfsáritanir

Ég rölti niður í bæ í dag í hellingsrigningu til að fara í bankann. Ég keypti erlenda ávísun fyrir kostnaðinum fyrir vegabréfsáritunum fyrir okkur til Indlands. Eftir það fór ég svo á pósthúsið og sendi hellings af dóti í ábyrgðarpósti til indverska sendiráðsins í Osló.

Dótið sem ég sendi var:
2x vegabréf
2x svarumslög
12x alþjóðleg svarfrímerki
2x vegabréfsáritunarumsagnir
1x ávísun stílaða á ISN

Núna er bara að bíða og vona það besta. Það er eins gott að þetta komist til skila og komi svo fljótt aftur til okkar.

En allaveganna: 39 dagar í Indland :)

1 Comments:

At 21:52, Anonymous Nafnlaus said...

Kærar kveðjur frá Ragga og co. Guðjón (pabbinn) situr við hliðina á mér og er að undirbúa brottför.

 

Skrifa ummæli

<< Home