Lítið eitt um mánudaginn 5. september 2005 og fleirra um ferðina
Mánudagurinn síðastliðni var skemmtilegur. Þá fengum við vegabréfin okkar aftur. Pósturinn kom með þau um sjöleytið og ég var næstum því búinn að faðma póststelpuna því ég var svo ánægður. Vegabréfsáritunin til Indlands er stór og tekur heila blaðsíðu í vegabréfinu. Þar með hefur vegabréfið mitt komið til fleirri landa heldur en ég, sem er fyndið. Ég öfunda það soldið því að ég væri alveg til að koma til Osló, það er náttúrulega háborg skemmtanalífsins :)Fleirra skemmtilegt gerðist á mánudaginn. Þá fór ég og Jóna með Hildu og Villa og hittum tvær stelpur á kaffihúsi. Þetta voru ferðamenn frá New York sem að Hilda og Villi sátu við hliðina á í flugvélinni á leiðinni frá New York til Íslands. Þeim kom svo vel saman að þau voru í sambandi á meðan þær voru á Íslandi. Önnur stelpan var frá Indlandi og hin frá Sri Lanka. Þeim langaði til að hitta okkur til að gefa okkur góð ráð vegna þess að við erum að fara út. Þær voru mjög skemmtilegar og indælar og Indverska stelpan (Alka Bagoo) gaf okkur símanúmerið hjá foreldrum sínum í Nýju Delí ef okkur vantar einhverja aðstoð meðan við verðum þar. Hún ætlaði líka að maila á okkur númerum og heimilisföngum hjá fleirrum sem hún þekkir í Indlandi. Allavegna þær gáfu okkur fullt af skemmtilegum punktum. Ég er t.d. búið að vera að heimta að fá að fara til Sri Lanka og D (Deejarling hét hún eða e-h svoleiðis en er kölluð Dee) , stelpan frá Sri Lanka náði alveg að heilla Jónu af landinu, þannig að kannski erum við að fara þangað í staðin fyrir Bangladesh.
Nú er ekki langt þangað til við förum út. Undirbúningur er í fullum gangi og allt að smella saman. Þetta stærsta er allt komið:
Flugmiðar
Vegabréfsáritun
Tryggingar
Þetta er allt að koma:
Ég á einu sinni eftir að fara í bólusetningu fyrir lifrarbólgu B og til að fá kólerudrykk (19. sept.) og Jóna á líka eftir að fá kólerudrykk.
Ferðaapótekið er næstum því komið.
Næstum því allt komið í bankanum.
Byrjaður að pakka persónulega dótinu í kassa svo að við getum leigt íbúðina.
Búinn að skrifa niður hvað ég ætla að taka með, þarf bara að setja það í bakpokann.
Þetta skemmtilega á eftir að gerast áður en við förum út:
Sumarbústaður helgin 9-11 sept.
20 ára afmæli hjá Ásgeiri 14. sept.
Kveðjupartý hjá Valda 17. sept.
Óvissuferð með vinnunni 23. sept.
Það er sem sagt stutt þangað til við förum og margt að gerast áður en við förum út.
1 Comments:
hæ hæ, jórunn frænka hér, vildi bara segja have fun og gleymið okkur her a landi ekki. bara njótið þess að vera tvö saman að upplifa eitthvað stórkostlegt;)
Kv Jórunn
Skrifa ummæli
<< Home