Við Gunnar erum að koma heim!!
Nei ekki alveg. Við gætum nú alveg hugsað okkur að klára bara peninginn okkar og koma síðan heim. Eruð þið ekki að djóka í mér. Ég gæti auðveldlega tapað mér í eyðslu og rugli. Við fórum á helgarmarkaðinn í dag. Yfir 20 000 sölubásar að selja allskonar áhugavert góss. Þvílíkt. Keyptum bara smá; 4 fiskibuxur (600 kr), nokkra boli, tvær töskur og eitthvað smá fleira. Allt nauðsynlegir hlutir fyrir bakpokaferðalanga :)Síðan tókum við Sky Train til baka í MBK center. Ó my god. Skoðuðum bara 2 hæðir. Þá hæð sem við komum inn á og næstu hæð fyrir ofan, tæknihæðina. Fjárfestum í myndavél, jess jess. Nikon Coolpix S1. Keyptum líka nýtt minniskort, 1 gb. Allt saman hundskemmtilegt. Sá svona 30 skópör sem mig langar í, 10 úr, fullt af geisladiskum og fullt af bolum. En það er bara af því að við náðum ekki að skoða allt, listinn væri sennilegast lengri ef við hefðum skoðað meira :)
Bangkok er bæði dýr og ódýr. Hér er sæmilega ódýrt að vera á netinu, 30 bath/klukkutíma... Bjórinn er ódýr, 36 - 60 bath (54 - 90 kr) fyrir 650 ml bjór. Þvotturinn er hundódyr (3 - 4 sinnum dýrara að þvo föt á Sri Lanka). Tuktuk er hinsvegar hunddýrt. Annað hvort er það 100 bath eða 20 bath. Ef maður tekur 20 bath verðinu þá verður maður að fara í geymsteinaverksmiðju eða klæðskera. Voða skrítið allt saman.
Hér er líka allt fullt af góðum mat, steiktu kjöti og ávöxtum og þetta er allt svo girnilegt að maður er alltaf að eyða peningum.
Þannig að við erum búin að eyða slatta af peningum hérna... Upphæðin sem við erum búin að eyða hérna er næstum jafn há og sú sem við eyddum á Sri Lanka á 2 vikum!!
Sem sagt hundskemmtileg.
3 Comments:
Þið verðið bara að muna að prútta við Tuktukkarana :-)
Ég var þarna í janúar og það er vel hægt að prútta þá viður um 30-40% og ef þeir múta ykkur með klæðskerum eða gullbúðum þá segið þið bara nei. Og eins ef þið eruð ekki sammála um verð, segiru gaurnum bara að þú ætlir að fara á næsta Tuktuk... Þeir láta í 99% tilfella eftir ;-)
Vááá... ég get svo misst mig í að versla í Bangkok! Alltaf must að stoppa þar í nokkra daga áður en maður heldur aftur til Evrópu! haha :D
Varðandi TukTuk, þá er nú barasta best að sleppa þeim alveg! Þeir eru alveg óþolandi og svindla alltaf á manni. Þá tek ég frekar leigubíl, þeir eru hvort eð er frekar ódýrir (venjulegast ódýrari en Tuktuk, því þeir svindla ekki á manni ef þeir nota meter)
T.d. vita fáir að það kostar um 130 Baht með taxa útá flugvöll, en að ég held um 100 á mann með rútunni.
btw, síðan mín er http://palina.hobbiti.is
EN, ég er ekki mjög virk þessa dagana að blogga! Bý í augnablikinu í Hong Kong... verð líklegast í Thailandi / Laos um jól og áramót... hef ekki ennþá rekist á íslenska "backpackers" þannig að það væri fyndið að rekast á ykkur!
Það er eiginlega ódýrara að kaupa boli á efrihæðum MBK (þar sem básarnir eru) heldur en á Hrísgrjónavegi og ekkert minna úrval minnir mig.
Kúl myndaél, held líka að hún sé nokkuð góð :)
En með Tuk Tuk þeir svindla bara eiginlega á manni, bara taka leigubíl og heimta gjaldmæli.. en þegar það er verið að taka fra Khao san vegi þá verðið þið eiginlega að rölta pínu frá svæðinu því annars segja þeir bara rugl verð og neita að nota mælinn.
já og ef þið ætlið að nota lestirnar og rúturnar sem eru fínar bara að passa sig að fara á rétta staði það er staðina sem ríkið rekur það er miklu betra heldur en hjá ferðaskrifstofunum. Svo eru tenglar af síðunni hjá Settu á lestar og rútuáætluninni. http://zett.blogspot.com/
mmmm Bangkok er kúl =)
Skrifa ummæli
<< Home