Hemmi Gunn biður að heilsa
Fannst voda fyndid i svefngalsa a flugvellinum i Sri Lanka i gær að semja póst í dag sem mundi heita: Sri Lanka - Skíta pleis, svona eins og í Sódóma: Costa Del Sol - Skítapleis. Það er kannski ósangjarnt að segja þetta, en mér fannst ekkert sérstaklega gaman á Sri Lanka. Kannski eru allir ennþá að jafna sig eftir flóðbylgjuna, ég veit ekki. Á Sri Lanka fannst mér næstum allir vera dónalegir. Allir reyndu að svindla á manni og mér fannst eins og ég væri óvelkominn þarna. En ég veit ekki, það var líka indælt fólk þarna. Ég hef alltaf ímyndað mér þetta sem mjög mistíska eyju en hún var eiginlega bara eins og smækkud mynd af Indlandi, nema allt var miklu dýrara þarna fyrir ferðamenn. En ég er kannski bara of dómharður.Allvegna þá er ég kominn til Thailands núna og Hemmi biður að heilsa. Reyndar ekki Hemmi Gunn, hef ekki séð hann ennþá hérna í Bangkok en ég var að tala við Hemma Kobba á msn og hann bað að heilsa öllum nær og fjær.
Núna er klukkan 12 á hádegi og ég hef ekkert sofið síðan í gær. Komum til Bangkok klukkan 7 í morgun og þurftum ekki vegabréfsáritun eða neitt, skil það nú ekki alveg. Löbbuðum bara í gegnum immigration án þess að borga neitt eða útskýra neitt. Gott mál, skil samt ekkert í þessu. Var með öll skjöl og útskýringar á hreinu.
Já, ég er búin að smakka bjórinn hérna. Chang. Ágætis bjór, soldið sterkur samt, 6,4 %.
Við erum á Khao San Road. Þetta er nú meiri túrhesta pleisið. Ekkert samt líkt því sem ég sá í The Beach, ímyndaði mér þetta allt öðruvísi. Á reyndar eftir að sjá þetta að kvöldlagi. sjáum til hvað gerist. Annars eru allir mjög kurteisir hérna og ég hlakka til að ferðast um Thailand, land of smile, eins og þeir markaðsetja það.
Ég og Jóna vorum að spá, ef að við ættum einhverntíman eftir að hitta Íslendinga, þá yrði það hér. Þó það sé ekki Hemmi Gunn þá dugar það okkur. þannig að ef einhver íslendingur er í Bangkok núna þá erum við til í að hitta hann og drekka með honum eins og einn Chang. Endilega hafa samband.
Að lokum ein af setningum ferðarinnar.
Sri Lankan búi spyr: Which country?
Við svörum: Iceland.
Alltaf kom sama svarið, þetta brást ekki.
Sri Lankan búi: ICELAND; ha.... Cold country.
Og þannig lauk þeim samræðum oftast!!!
Þetta er Gunnar Magnússon, Bangkok.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home