föstudagur, desember 02, 2005

Skorkvikindi

Sri Lanka er ferkar sunnarlega á hnettinum og þar er loftslagið mjög svona tropical. Það þýðir að það eru mörg skorkvikindi sem búa þar. Vegna þess að það er búin að rigna mikið síðustu vikurnar er allt út í moskító flugum, það eru moskítónet allsstaðar og á flestum stöðum fær maður moskíto coil til að brenna; meira að segja á veitingastöðunum. Og ég er að tala um RISA mossí, hlunkar sem ráðast á mann eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo eru venjulegar húsflugur(xxl) sem eru æstar i matinn mans, litlar flugur sem eru bara heimskar og fljúga í eyrun á manni og svo auðvitað allskonar randaflugur og geitungar af öllum stærðum og gerðum.
Sumir maurarnir hérna eru svo litlir og veimiltítulegir að ef maður kemur við þá þá kremjast þeir. Síðan eru það stóru svörtu maurarnir og stóru rauðu maurarnir. Þessir rauðu bíta og það getur verið pínu sárt og farið eftir þá endist lengi.
Ég hef reyndar ekki séð mikið af stórum köngulóm en þær sem hanga í herbergjunum eru annað hvort litlar og feitar og hreyfa bitarmana á ógnandi hátt, eða þá eru þær með pínu búk og langar og mjóar lappir.
Síðan eru allskonar bjöllur, margfætlur, fiðrildi, kakkalakkar, engisprettur og margt fleira og allt í mismunandi stærðum og gerðum. Síðan eru það auðvitað vingjarnlegu gekkóeðlurnar sem borða moskító svo að þær eru skemmtilegar :)
Ógeðslegasta kvikindi sáum við samt í fyrradag. Sátum fyrir utan herbergið okkar og vorum að sötra bjór þegar Gunnar sér þetta svarta kvikindi skríða á veggnum fyrir aftan mig! Það var svona 2 - 3 cm á lengd með eitthvað sem líktist krabbakló á rassinum. Klóin hreyfðist og virtist alveg vera tilbúin að grípa í okkur ef við reyndum eitthvað. Og svo tók hún sig til og flaug um!! Svo settist hún á hurðina hjá okkur og skreið inn um falsið og inn í herbergið okkar! Ég var nú ekki sátt við þetta svo að Gunnar minn gerðist hetja og smassaði kvikindið. Við fórum með það niður í móttökuna en fólkið vissi ekki nafnið á kvikindinu en þau sögðu að það væri ekki eitrað. Ógeðslegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home