föstudagur, desember 02, 2005

Bangkok

Þá er maður bara loksins kominn til Tælands. Núna er klukkan hálf tólf á hádegi og ég er búin að sofa í mesta lagi klukkutíma í nótt. Skemmtilegt. Fórum upp á flugvöll klukkan 10 í gærkvöldi og biðum í 4 tíma eftir fluginu. Héldum að það væri brottfaraskattur (1500 rs á mann, 900 kr). Svo reyndist ekki vera svo að við vorum 3000 rúpíum ríkari. Það var góð nammibúð á vellinum og ég ætlaði sko þokkalega að kaupa mér Snickers. Heyrðu, bara hægt að borga í dollurum! What! Ekki hægt að borga með lókal gjaldmiðlinum?? Þannig að ég varð bara að sætta mig við að fá ekkert nammi og núna eigum við 3000 rúpíur sem er ekki hægt að skipta hérna.
Flugið var klukkan hálf 3 í nótt og fljótlega eftir að við komum um borð var komið með mat handa okkur. Ég fékk mér veg en Gunnar fékk sér rækjur. Fyndið að fá sér rækjur klukkan 3 um nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home