mánudagur, október 23, 2006

Hvað er annars að fréttast

Er þessi síða dauð, hún var það þangað til í kvöld. Hvað er ég svo búin að vera að gera síðan síðast (26. júlí). Stuttu eftir þann dag átti ég afmæli, jei. Svo eftir verslunarmannahelgi fór ég í stærðfræðinámskeið upp í Háskóla sem tók tvær vikur. Vikuna eftir það fór ég í jeppaferð með vinnunni hennar Jóna að rótum Hofsjökuls (Sprengisandsleið). Fórum upp á hálendið frá Skagafirði og komum aftur niður í Eyjafirðinum. Daginn eftir að hafa verið á hálendi þá brunaði ég upp á Leifstöð og skellti mér til Krítar. Þetta var kallaferð. Fór með Hemma, Frikka og Árna í vikuferð. Kostaði 30.000 kall, ekki dýrt. Þetta var fín ferð... leigðum okkur bílaleigubíl, keyrðum upp í fjöllin og rúntuðum þarna um. Gengum lengsta glúfur Evrópu (15 km) og urðum innlygsa í litum bæ sem við þurftum að sofa í og ferjan til baka fór ekki fyrr en 17 daginn eftir.... sem var allt í lagi því það var nóg um að vera á ströndinni. Þarna vorum við í viku og drukkum Mythos, og svo hef ég nánast ekkert heyrt í þessum mönnum eftir að ég kom heim. Alveg eins mikið mín sök eins og þeirra. Jæja dagin eftir að ég kom heim þá byrjaði skólinn og síðan hann byrjaði er ég búinn að vera stressaðri en andskotinn. Allavegna er ég búinn að vera það stressaður að ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa á þessa síðu eða tala við vini mína. Nema Valla en hann hitti ég einu sinni í viku, á föstudögum klukkan 10 þegar við fáum okkur kaffi. Ég er s.s. að vinna á föstudögum hjá Símanum sem er fínt. Fer yfir tadig próf (nenni ekki að útskýra hvað það er). Veit ekki alveg ástæðuna fyrir því að ég er akkúrat að nenna að skrifa hérna inn núna.... kannski vegna þess að Jóna er í Kaupmannnahöfn með mömmu sinni og ég hef ekkert að gera....ætti náttleg að vera sofandi en hvað með það. Langar að gera þetta blogg að svolitlu myndabloggi. Birta myndir frá hverju landi sem við heimsóttum. Núna er s.s. Indlandi og bráðum kemur röðin af myndum frá Sri Lanka og svo koll af kolli, þannig ætti ég að geta birt eitthvað skemmtilegt hérna þangað til í apríl á næsta ári. Takk í bili, hrikalega langar mig mikið aftur til útlanda. Frelsið sem fylgir svona ferðalagi er ólýsanlegt. Þú fattar það þegar þú kemur heim. Engar áhyggjur af peningum, engar áhyggjur að mæta í vinnu eða skóla. Frelsi til að ferðast hvert sem þú vilt þegar þú vilt. Indland núna, nenni því ekki lengur, skellum okkur til Sri Lanka. Tæland eða Laos eða kannski Vítetnam um áramótin, væ not. Ha liggja á sólarströnd á Malasíu í febrúar, kafa í Rauða hafinu í mars, af hverju ekki, betra heldur en að þurfa að skafa af bílnum sínum eða taka strætó í vinnuna. Borða frekar fried rice á ströndinni heldur en signa ýsu í mötuneytinu. Ferðalög eru frelsi, að þekkja menningu annarra og skilja hvort annað veitir okkur frelsi frá fáfræði og bushískum framkvæmdum.

2 Comments:

At 08:28, Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin aftur ;)

 
At 11:46, Blogger Gunni said...

takk :=)

 

Skrifa ummæli

<< Home