mánudagur, október 23, 2006

Fyrir einu ári síðan var ég í Mumbay á Indlandi

Vá hvað mig langar aftur til Indlands, það er næstum því eina landið úr allri ferðinni sem mig langar virkilega aftur að heimsækja. Þetta er svo stórt land að maður gæti verðið alla sína ævi að skoða allt landið. Svona er plan af næstu Indlandsferð: fljúga til Delhi (memo: muna að vera með hótelgistingu fyrstu nóttina pantaða). Taka lest til Varanasi, svo til Calcutta. Ferðast svo til Vidjawaddja sælla minninga og þaðan til Bangalore. Ferðast svo einhvað þarna um í miðju Indlandi og drekka nóg að chjæ og kingfisher og borða nóg af tandorri og samosa. Fikra mig svo aftur norður í átt að landamærum Indland og Nepal. Fara svo yfir landamærinn til Nepal og ferðast þar um stund. Fljúga til Tíbet og biðja fyrir friði í heiminum (úr hæstu hæðum). Ef vel gengur mætti kannski ferðast um Kína í einhvern tíma áður en haldið væri heim. Snilldarferð, ha fara þangað í brúðkaupsferði, já takk, hver stakk upp á því eiginlega?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home