föstudagur, júní 23, 2006

Mér finnst.....

...að þegar leikur fer 0-0 á HM þá eigi hvorugt liðið að fá stig. Það er leiðinlegt að horfa á 90 mínútna leik og liðin geta ekki drullast til að skora mark. Ef að þessi regla mundi vera sett á að lið mundu ekki fá 1 stig við 0-0 jafntefli þá væri það góð hvatning fyrir liðin að taka meiri áhættu til að reyna að skora, staðin fyrir að pakka í vörn af því að þau sætta sig við 0-0 jafntefli. Ég held að þetta mundi gera leikinn skemmtilegri.

1 Comments:

At 20:17, Anonymous Nafnlaus said...

Svona gerist bara stundum elsku Gunnar minn. Þér er nær að vera ekki heima að nudda á mér tærnar í staðinn fyrir að vera að glápa á þetta fótaspark.

 

Skrifa ummæli

<< Home