fimmtudagur, júlí 13, 2006

PENETREITOR

Hvet alla til að sjá leikritið Penetreitor sem er sýnt í sama húsi og Sjóminjasafn Reykjavíkur, Grandagörðum 8. Þetta er öðruvísi upplifun heldur en að fara í venjulegt leikhús eins og Borgarleikhúsið, þarna er nálægðin meiri og maður nánast situr í leikmyndinni. Svo er umfjöllunarefnið mjög sterkt og hefur mikil áhrif á mann, enda leikurinn kraftmikill. Leikritið fjallar um geðveiki og hvernig fólk tekst á við hana, og rennur ágóði af sýningunni til styrktar Hugarafli, sem er hópur einstaklinga sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Upplýsingar um sýningartíma og miðapantanir eru í síma 6990913.
Leikritið var frumsýnt 11. júlí en ég veit ekki hvað eru margar sýningar.

Hér er smá umfjöllun um leikritið og leikara af Vísir.is:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060703/LIFID01/107030060/1120/THRJU

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home