þriðjudagur, desember 06, 2005

Chang Mai

Ég gæti sagt ykkur frá ýmsu. Ég gæti sagt ykkur frá því :
  • Þegar tuktukbílstjórinn stakk af á miðri leið án þess að fá greiðslu
  • Þegar við borðuðum steiktar engisprettur á markaðnum
  • Þegar við borðuðum grillaðan kolkrabba og drukkum kaldan Chang með
  • Þegar við fórum í Skytrain
  • Þegar við fórum í Konungshöllina
  • Þegar við fórum á Khao San Rd
  • Þegar við keyptum miða í lestina til Chang Mai
  • Þegar við löbbuðum um Bangkok án þess að villast af því að Gunnar er svo klár að rata
  • Þegar við skoðuðum chinatown x2
  • Þegar við hlustuðum á 10 manns segja okkur að það væri highseason í Chang Mai og við fengjum sennilegast enga gistingu
  • Þegar við tókum lestina til Chang Mai
  • Þegar 10 æstir gistihúsaeigendur í Chang Mai vildu endilega bjóða okkur gistingu og frítt far í bæinn

En ég ætla ekki að gera það. Ég er neflilega að fara að gera eins og hitt hestafólkið hérna, horfa á bíómynd á risaskjá. Polar Express byrjar klukkan 8: Sjibbý.

Hilsen pilsen, Jóna

2 Comments:

At 09:31, Anonymous Nafnlaus said...

Hae Valgeir. Sennilegast verdum vid i Laos eda Vietnam um jol/aramot. SJaum samt til hvernig thetta verdur. Kannski verdum vid komin einhvert allt annad um jolin???

Kvedja Jona

 
At 21:13, Blogger Anna Sigga said...

Maður á alltaf að vera í Tælandi um jólin ;)

..hefði verið (ef ég má nota ykkar lýsingu á því) hundgaman að hittast..

 

Skrifa ummæli

<< Home