laugardagur, desember 17, 2005

Ferdin til Laos

Lögðum á stað frá Chang Mai. Tók allan daginn að komast til Chang Khong. Daginn eftir fórum við yfir landamærinn til Laos. Mætt í Laos svaka stuð, fyrsti Beer Lao bragðast vel. Skiptum Tælensku Bath í Lao Kip, fáum 2,7 milljónir fyrir 10.000 bath, um 15.000 íslenskar krónur. Fyrsti Beer Lao kostar 8000 kip (um 55 krónur). Förum með slow boat klukkan 11 um morguninn, mætum á næturstað þó nokkru neðar Mekong ánni klukkan 6 um kvöldið. Strax um kvöldið fer Jónu að líða illa í maganum, henni er mjög flökurt. Jóna er veik alla nóttina. Við förum ekki með bátnum daginn eftir, gistum í þessum bæ aukanótt (Pakbeng). Daginn eftir það förum við með bátnum áleiðis til Luang Prabang. Samtals tekur þetta ferðalag frá Chang Mai til Luang Prabang 4 daga. Ferðin niður Mekong ánna var stórfengleg, útsýnið æðislegt. Prabang var áhugaverður bær, gaman að hafa verið í honum lengur en hinn venjulegi túristi. Bátsferðin sjálf var ágæt, bekkirnirnir svolítið harðir (kláraði eina skálsögu og komst langt í annarri, vorum með extra teppi undir rassinum). Erum núna búin að vera í Luang Prabang í 3 daga, frábær bær, mjög fallegur. Held ég bara fallegasti bær sem ég hef komið til. Ákváðum að fara ekki í neinar túristaferðir heðan, heldur að skoða bæinn sem mest, báðum megin Mekong árinnar.
Á morgunn förum við til Phonsavan sem er sunnar í Laos. Þar ætlum við að skoða Plain of jars (krukkusléttuna). Um jólin ætlum við að vera í höfuðborginni Vientiane og súpa á frönsku rauðvíni. Svo förum við til Vietnam 27. des annaðhvort með bus eða fljúgandi, ef að við tímum því. Kostar 110 dollara á mann að fljúga til Hanoi, við erum að reyna að ákveða hvort við tímum því. Annars er það 20 tíma rútuferð frá Vientiane til Vihne í Vietnam.

1 Comments:

At 21:11, Blogger Polypía said...

Oh, Luang Prabang var einmitt einn af uppáhalsstöðunum mínum í Lao. að kaupa sér kvöldmat fyrir 2000kip á næturmarkaðinum og skoða hofið með mosaikmyndinni af tréinu. Samt synd að fara ekki í eina túristaferðina, að skoða fossana. Hljómaði reyndar ekki vel að fara að sulla í einhverjum fossum með öðrum túristum og sleikja sólina allan daginn en það var alveg æðislegur foss sem þurfti að hafa fyrir því að komast að svo þar voru engir ferðamenn, bara yndisleg laug uppi í klettunum í algeru næði fyrir öllum, mmmmm...
mmmm... og rútuferðirnar um fjöllin, sem þið eigið væntanlega framundan. það er alveg geðveikt. Stemming að taka líka eins og eina rútuferð með public businum uppá að fá að vera innanum innfædda og anda að sér fjallaloftinu í stað þess að sitja í dúðuðu VIP sæti. mæli samt ekki með því nema í fjöllunum því það eru svo margir bæir á flatlendinu að það er stoppað á hverjum klukkutíma einhverstaðar :P
Sé soldið eftir að hafa ekki farið að skoða plains of jars. Á svo ekki annars að skella sér í tubing í Vang Vien? alveg þess virði þó ekki væri nema bara til að sjá hvað túristar geta breytt einum bæ í furðulegt umhverfi. latir ferðamenn að éta sveppi og horfa á friends allan heila daginn ;)
Svo fannst mér allir vera eitthvað að tala um hvað höfuðborgin væri ömurlega óspennandi og leiðinleg, mér fannst hún alveg ótrúlega merkileg þó ekki væri nema fyrir það hvað það var lítið að gerast þar. :P Mæli með "búdda styttu" garðinum, hægt að fara með strætó frá aðal rútustöðinni í Vientiane (tekur samt alveg slatta tíma að komast þangað) og strætóbílstjórinn veit alveg hvar þið viljið fara út. ;)
Það var víst einhver mjög sérvitur gaur sem safnaði fullt af búdda og hindustyttum á þessum stað, mjög spes og fáir sem hafa fyrir því að fara þangað (eða villast einhverstaðar á leiðinni?).
Oh, langar þvílíkt til Lao aftur o er búin að skrifa miklu meira en ég ætlaði mér. Góða skemmtun :) og gangi ykkur vel að finna rauðvín í Vientianne ;) var alltaf biðröð á frönsku veitingastaðina á kvöldin.

 

Skrifa ummæli

<< Home