What?
Smá búddafræði:Í búddatrú heitir heilagasti staðurinn Wat. Wat er eins og kirkja eða hof. Gullin skreytt hús með búddalíkneski inni. Þangað fara allir sem eru búddatrúar til að biðja. Í hverju wat er lika stupa. Hvít súla, bogadregin í laginu. Á Sri Lanka sáum við risastórar stupur en hérna eru þær minni. Stupur geta líka staðið einar sér. Stupa er bænastaður, eins og wat. Angor Wat er stærsta wat í heimi. Öll wat í Thailandi heita wat eitthvað, eins Wat Phra Singh, Wat Chiang Man, Wat Chedi Luang (öll staðsett í Chang Mai).
Smá grín:
Ef maður er að spá í hverstu góður ákveðinn bær er í Thailandi þá er einfalt að telja bara fjölda wat í bænum. T.d. Chang Mai, hér eru 300 wat, þess vegna er Chang Mai 300 wött. Góður krafur þar. Kannski er einhver bær bara með 10 wat, lélegur krafur, bara 10 wött.
Þeir sem eru búddatrúar í enskumælandi löndum hljóta líka að hafa wat í sínu landi. Hér eru uppástungur að tveimur nöfnum fyrir þá fyrir wat:
Wat ever
Wat the fuck
Búddatrú eru falleg trúarbrögð, það er ekki meiningin að særa neinn með þessu, bara smá grín.
Wat Gunnar, Chang Mai, Thailand.
1 Comments:
Til fróðleiks þá er t.d. einn vinsælasti barinn í Siem Reap kallaður: Angkor WHAT??
Annars verð ég líka í Laos um jólin, kannski maður rekist á ykkur þar!
Skrifa ummæli
<< Home