sunnudagur, desember 11, 2005

Trekking

Við komum heim í gær úr þriggja daga trekki (göngu). Sváfum í tvær nætur með tveimur ættbálkum í fjöllunum hérna í norður Tælandi (við landamæri Burma). Fyrri ættbálkurinn hér Lahu og seinni ættbálkurinn Lisa. Fínt fólk. Við gerðum okkur grein fyrir því áður en við fórum í ferðina að þetta yrði alltaf túristadæmi og fórum með það hugafari í ferðina að hafa bara gaman, en ekki að reyna að upplifa lifnaðarhætti þorpsbúa eða þeirra aðstæður því að það yrði hvort sem er ekki hægt (Jóna ákvað þess vegna að geyma mannfræðinginn eftir heima á gistiheimilinu). Veit ekki hvert ég er að fara með þessu, en þetta ákváðum við allavegna. Hér kemur svo smá lýsing á ferðinni, sem var mjög skemmtileg, þó að við hefðum ekki lært neitt um lifnarhætti þorpsbúa, lærðum bara að segja takk og góðan daginn á báðum tungumálunum.
Dagur 1
Lögðum á stað klukkan 9 um morgun með jeppa ásamt 10 öðrum ferðalöngum, sem voru allir að gista á sama gistiheimili og við. Frábært fólk alltsaman, gaman að hafa kynnst þeim. Keyrðum í 3 klst í átt að Burma (í norður frá Chang Mai). Þegar við vorum komin upp í fjöllin þá löbbuðum við í 3 klukkutíma yfir fjöllin til að komast í fyrsta þorpið. Komum þangað um 6 leytið. Við gistum öll saman í bambusskála sem var á stilkum. Fengum að borða í þorpinu. Eftir matinn þá komu þorpskonurnar með húfur og veski og armbönd sem að þau höfðu búið til og vildu selja okkur. Svo sungu börnin í þorpinu fyrir okkur og við gáfum þeim smá gjafir (leir, tyggjó, dót). Eftir góðar samræður yfir Jasmine tei fóru allir að sofa.
Dagur 2
Eftir morgunmat, eftir að hafa kvatt þorpsbúa þá lögðum við á stað í göng dagsins, 3 og hálfur tími. Eftir stutt stopp og núðlusúpu fórum við í rafting. Silgdum niður á í 2 tíma á þremur bambusflekum, brjálæðislega gaman en líka smá erfitt. Til þess að stýra flekanum þurfti ég að ýta stóri bambusstöng í árbotninn. Eftir rafting þá komum við í næsta þorp, til Lisa ættbálksins. Sturta, matur, markaður, spjall við varðeld, sofa í bambuskofa á stilkjum.
Dagur 3
Eftir morgunmat fór ég og Jóna, ásamt 4 öðrum á fílabak í klukkutíma. Fílar svangir, borða mikið, labba hægt. Fílar skemmtilegir. Eftir fílabak þá keyrðum við á jeppa í 30 mín. Löbbuðum í 30 mín að cave camp. Fórum með leiðsögumanni í gegnum mjög langan helli sem var inni í fjalli. Inn á einum stað, út á öðrum stað. Held að á hafi runnið eftir hellinum í árdaga, leit þannig út að hann hafi myndast svoleiðis. Við löbbuðum í u, þ.e. við komum út úr hellinum á svipuðum stað og við fórum inn í hellinn. Það tók rúmlega klukkutíma að labba leiðina. Dimmt, dropasteinar, stórar köngulær, leðurblökur, heitt. Eftir hellinn keyrðum við svo aftur til Chang Mai og komum þangað klukkan 17 í gær. Eftitr sturtu fórum við með öllum út að borða. Eftir matinn, bjór og gin og tónik. Reggí staður, sitja á gólfinu á púðum, kósí stemmning.
Núna erum við bara á internetkaffihúsi, já já.

Nýjast í fréttum:
Ungfrú heimur, Íslensk.

Nýtt afbrigði hefur fundist af gin og klaufaveikinni: gin og tónik veikin.

Erum að fara til Laos. Morgun landamærabær, sofa þar. Vakna á mánudagsmorgun og fara yfir landamærin. Mánudagur, Laos. Tekur tvo daga að fara frá landamærunum og til Luang Prabang, með Slobódan.

Verðum í Laos í 15 daga, sem sagt yfir jólin. Leiðinlegt að geta ekki hitt Valla og Önnu á Tælandi.

Er búinn að senda Saddam Hussein til Íslands í pappakassa.

Þetta er Gun Gun, Chang Mai, Thailand.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home