föstudagur, júní 02, 2006

Símaskráin, nei takk!!

Er símaskráin ekki orðin barn síns tíma? Eða þarf virkilega alltaf að gefa út svona mikið af þessu? 200.000 eintök, 600 tonn af pappír = ekki gott fyrir umhverfið. Ég hélt að netið og 118 væru orðin það aðgengilegir hlutir í upplýsingaöflun að símaskráin væri orðin óþörf. Ég veit ekki með ykkur en aldrei skoða ég þessa bók, ég hef símaskrá í GSM símanum mínum (Wapið) og ég hef líka nettengingu. Það er kannski einhverjir sem hafa not fyrir þetta en eru það virkilega 200.000 einstaklingar/heimili/fyrirtæki? Ég tek bara undir með einum starfsfélaga mínum sem sagði: "símaskráinn, nenni ekki að lesa þá bók, ætla bara að bíða þanngað til að myndin kemur í bíó!!"

1 Comments:

At 18:52, Anonymous Nafnlaus said...

Það virðist samt vera að 82% landsmanna noti þessa bók. Eða eitthvað

Þetta er góð bók. Ekki mikill söguþráðurm en það eru margir og fjölbreytilegir karaktearar í henni.

**** frá mér

 

Skrifa ummæli

<< Home