A little trip to heaven
Sá hana aldrei í bíó og leigði mér hana því um dagin. Góð mynd. Tekin á Íslandi en á að gerast norðanlega í Bandaríkjunum, og Balti nær að gera settið það trúverðugt að fyrir mér gæti þetta allt verið í einhverjum redneck bæ í bandaríkjunum fyrir utan skotin við Hlemm. Reyndar fannst mér myndin smá ruglingsleg svona um miðbik myndarinnar en svo bjargar endirinn þessu frábærlega. Þrusugóður endir og góð tilbreyting frá allri þessari Hollywood vellu. Maður sér samt alveg að þetta er Íslensk mynd því eins og með allar íslenskar myndir þá er geðveikin í aðalhlutverki, merkilegt að allar íslenskar myndir þurfa að fjalla um geðveiki. Allavegna góð mynd, mæli með henni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home