miðvikudagur, júní 28, 2006

Taka

Vissir þú að gjaldmiðillinn í Bangladesh heitir Taka? Þannig að ef þú ert staddur í Bangladesh þá er ekkert mál fyrir þig að Taka út!! En það er hinsvegar erfiðara fyrir þig að Taka upp mynd þar, því að þar er Taka fjögur fjórfalt dýrara en bara ein Taka. En ef þú ákveður að fara til Bangladesh þá er ábyggilega auðveldast fyrir þig að fá Taka í höfuðborginni Dhaka.

Annars er um að gera fyrir þig að drífa sig til Bangladesh, því að þar ertu í góðu GSM sambandi hjá Símanum, m.a. við fyrirtækið Bangalink. En ekki örvænta því að þú geturu alltaf notað STD eða ISD ef þú ert ekki með GSM.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home