fimmtudagur, maí 18, 2006

Leikið tveimur skjöldum

Átti fróðlegan dag í gær. Var á fundi allan daginn með með viðskiptastjórum frá dönsku fyrirtæki sem Síminn er í viðskiptum við. Eftir daginn buðu þeir okkur út á borða á Humarhúsinu. Tók strætó niður í bæ klæddur skyrtu, bindi, sparibuxum og spariskóm, strætóinn stoppaði fyrir utan Humarhúsið. Kúl að koma út úr strætó og labba beint inn á Humarhúsið. Æðislegur matur á Humarhúsinu, fékk grillaða humarhala með hvítlauk og frábært hvínvín með, ótrúlega gott. Eftir kvöldverðin labbaði ég upp Laugarveginn og hitti Jónu í húsakynnum verkalýðsfélagana BSRB og SFR. Þar voru tónleikar og verið að kynna stefnur flokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Sá Benna Hemm Hemm, mjög skemmtilegt. Þegar ég sat þarna og var að hlusta, þá vindur sér einhver stelpa upp að mér og segir upp í eyrað á mér: "Þú ert alveg eins og Gísli Marteinn" og labbar í burtu. What, hvaða súrleiki er í einni manneskju!!! Virklega fyndið. Skemmtilegur dagur. Skemmtileg Reykjavík.

1 Comments:

At 21:45, Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino online[/url] [url=http://www.casinovisa.com/no-deposit-casinos/]online slots[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/]casino online[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/ukr-poker]online poker[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=36]sex dolls[/url]

 

Skrifa ummæli

<< Home