mánudagur, október 24, 2005

1000 orð.

Við Gunnar vorum á röltinu um Mumbai núna áðan. Við fórum inn á svæði þar sem bannað var að taka myndir. Dæmigert, því að það var nú sko alkveg hægt að taka myndir þarna. Endalaust myndefni alveg. Einhver sagði að ein mynd væri á við 1000 orð. Hvað með 1000 myndir. Ég á eiginlega ekki nógu mörg orð til að lýsa þessari reynslu minni þarna en ég skal reyna.
Allt í einu vorum við komin inn í fátækrarhverfi við höfnina. Litlir kofar og tjöld þar sem fólk bjó. Alveg hrikalegt, þvílíkar aðstæður sem að fólk býr við. Síðan komum við á Colaba Market sem er annsi líflegur markaður þar sem íbúar hverfisins versla sér í matinn. Þarna var seldur fiskur, allskonar grænmeti og ávextir og líka kjúklingar og kjúklingalappir. Við þegar við sáum kjúllana löbbuðum við hratt í burtu. Það er nú óþarfi að vera eitthvað að þefa af ferskum kjúllum þessa daganna :) Það eru líka seld föt, skartgripir og barnaleikföng eins og allstaðar annarstaðar, en á þessum markaði var hægt að fá nánast allt. Það er eitthvað annað en á þeim mörkuðum sem við Gunnar höfum farið á hérna í Indlandi.
Þegar við komum inn á höfnina sjálfa var okkur bent á að hér mætti ekki taka myndir. Ok ok. Þvílík fýla sem tók á móti manni. Ég var sko alveg að fara að æla, ég er ekki að grínast. Við sáum fornfálega fiskibáta, fiskikarla, fiskikonur í sarii og alls konar fisk. Við sáum langa, mjóa , feita, stutta, kringlótta og augnlausa fiska: Alls konar fiska. Og líka rækjur, humar og innyfli.
Við sáum fiskimenn landa aflanum sínum og við sáum betlarabörn.
Við gengum á bleiku rækjuvatni (jakkí) og pössuðum okkur að fá ekki slor inn í sandalanda.
Veit ekki hvað þetta eru mörg orð en ég veit að ég er ekki búin að lýsa þessu nógu vel, held að það sé ekki hægt: Jú had tú bí þer!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home