miðvikudagur, október 19, 2005

Síðan síðast!

Jæja þá. Bara liðin vika eða eitthvað frá því að við skrifuðum síðast. VIð fórum til Jodhpur eftir að við vorum í Pushkar. Jodhpur er stundum kölluð bláa borgin af því að talsverður slatti af húsum borgarinnar er málaður blár. Ég veit ekki hvort að það sér svoleiðis ennþá en blái liturinn táknaði að þar bjó fólk í Brahmin castinu (efsta kastið)! Við stoppuðum bara stutt við hérna og síðan fórum við til Jaisalmer. Hitamet var slegið í ferðinni hérna þegar hitinn fór upp í 42°!

Jaisalmer er eyðimerkurbær sem er ca. 50 kílómetra frá landamærum Pakistan. Það sem er algengast að fólk geri í Jaisalmer er að fara í kamelsafarí. Og að sjálfsögðu gerðum við það. Bílsjórinn okkar ætlaði að fara með okkur til einhvers vinar síns og láta okkur bóka safarí þar en við sögðum bara nei takk. VIð löbbuðum á 2 ferðaskrifstofur sem mælt var með í Lonely Planet og bókuðum okkur í ferð með annari þeirra. Við borguðum 850 (ca.1200 kr) rúpíur fyrir ferð sem að átti að byrja klukkan 8 um morguninn og enda klukkan 11 daginn eftir. Það sem átti að vera innifalið var pick-up á hótelið, jeppi inn í eyðimörkina, 3 tíma kamel ride, hádegismatur, 3 tíma kamel ride við sólsetur, kvöldmatur, svefnaðstaða morgun matur og svo 3 tíma kamel ride um morguninn.
Við fengum allt þetta nema hvað að samtals vorum við 3 tíma á kamel en ekki 9 eins og við héldum. En það var kannski bara allt í lagi vegna þess að allir voru talsvert aumir í rassinum eftir ferðina. okkur var skaffað ókeypis vatn fyrir ferðina. Það hét "SAFE"; mjög svo traustvekjandi ha? Jæja jæja, það var allt í lagi með vatnið (held ég) og við erum heil á húfi.
Allt gekk rosalega vel í ferðinni og við fengum rosalega góðan mat. Við vorum samt frekar stutt á kamel og það fór mikill tími í að bíða, bíða eftir að leggja af stað, bíða eftir að farangurinn yrði settur á kameldýrin, bíða bíða bíða. Við tókum til dæmis 4 tíma hádegishlé!! En það var kannski bara allt í lagi vegna þess að það var í hádeginu og hitinn var um 38° C. Um kvöldið var búin til svefnaðstaða fyrir okkur upp á sandöldu þar sem að við horfðum á stjörnurnar og tunglið. VIð sváfum úti undir berum himni sem var allt í lagi nema hvað að það voru fullt af bjöllum að skríða út um allt. Risa stórar svartar bjöllur (5x3x2 cm). Þær voru alltaf að skríða yfir okkur svo að þegar þær komu þurfti maður að gríta þeim einhvert lengst í burtu.Gaman ha? Ég náði að sofna eftir soldin tíma svo að þetta reddaðist alveg.
Kamelbílstjórinn okkar hét Babu og hann var alveg fínn sko, talaði að vísu litla ensku en það var allt í lagi. Hann sagði okkur að hann hefði 1200 rúpíur (1700 kr.) í laun á mánuði en hann vinnur aðeins í 6 mánuði á ári, bara meðan ferðamannatíminn er. Hann fær þjórfé sem hann notar til að auka tekjurnar. Konan hans og ungt barn búa í þorpi 35 kílómetra í burtu frá því sem við vorum og hann er bara heima hjá sér þá 6 mánuði sem hann er ekki að vinna. 12 ára gamall sonur hans vinnur með honum allan daginn en hann fær ekkert borgað og hefur aldrei farið í skóla. Babu á 5 kýr og 2 gamlar geitur en hann hefur ekki efni á að kaupa sér fleiri geitur, hann á ekkert kameldýr eða hest svo að þegar hann fer heim til sín þá verður hann að fara gangandi af því að engar rútur eða lestir fara nálægt þorpinu hans.
Eins og með svo margt annað á Indlandi þá þarf ekkert að vera að þessi saga sé sönn en þetta er samt alveg hrikalegt. En svona er Indland í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home