Erum í Mumbai
Síðast þegar við skrifuðum þá vorum við í Bikaner, eða djöflabænum eins og við viljum kalla þennan bæ. He he. Verðum að prófa að nota eyrnamerg á bitin ;)Við fórum með næturlest til Jaipur (10 tímar). Það gekk nú alveg ágætlega miðað við að aðstæður. Við keyptum okkur miða á sleeper (af því að það var ódýrast) og við fengum 2 miðjukojur. Þetta eru sem sagt 3 hæða kojur þar sem mijðu kojan er sett upp þegar fólk vill sitja í þeirri neðstu. Mjög þröngt sem sagt. Um morguninn vorum við það hress að við ákváðum að vera ekkert að gista í Jaipur heldur halda bara áfram til Mumbai. Við keyptum okkur miða á 2nd klass, miklu betri kojur og nutum þess bara að vera í loftkældri lestinni. Ferðin átti að taka 18 klukkutíma en vegna smá seinkurnar tók hún 20 tíma. Þannig að á 36 tímum vorum við 30 tíma í lest. Það er nú soldill slatti, er það ekki??
Við erum allaveganna komin til Mumbai núna og erum bara mjög fegin að vera komin svona sunnarlega svona fljótt. Hér er rosalega mikill raki og hiti svo að maður er sveittur allan daginn og líka á nóttunni. Þegar við komum út af lestarstöðinni í gær þá tóku brjálaðir leigubílstjórar á móti okkur og voru æstir í að bjóða okkur far. Hérna eru ekki auto-ricksaw bílar heldur bara leigubílar svo að við vorum pínu áttavilt. Við vissum líka að hverfið sem að við vorum í var soldið langt í burtu frá lestarstöðinni svo að við vissum að þetta yrði dýrari ferð en vanalega. Við borguðum 100 rúpíur fyrir ferðina (mjög mikið fyrir Indland) en ég veit ekki hvort að það er allt of mikið eða bara smá of mikið.
Þegar við komum í Colaba hverfið þá tók okkar hótelleit. VIð vissum að Mumbai væri dýrari borgin en aðrar borgir sem við höfum farið til en við vildum samt ekki borga allt of mikið. Við fórum á 8 hótel og skoðuðum herbergin. Aðeins hótel sem kostuðu 2000 rúpíur höfðu sér baðherbergi og air-con og okkur finnst það full mikið. Flest buðu upp á gluggalausar kompur með sturtu / eða ekki á 450 - 500 rúpíur og þá var sameiginlegt klósett. Við enduðum á því að taka herbergi á Hotel Prosser's sem kostaði 600. Það er risastórt með gluggum. Að vísu er sameiginlegt klósett og sturta en við deilum henni með einu öðru herbergi. Eða á ég kannski að segja einni annari íbúð. Ég held að það sé piparsveinn sem búi í herberginu við hliðina á okkur (sem er alger hola) og ég hef aldrei séð meira af honum nema höfuðið. Þegar við komum á þetta hótel og vorum búin að taka bakpokana af okkur vorum við orðin gegnblaut. Ég er að tala um að ég held að ég hafi nánast aldrei verið svona blaut af svita áður. Hrikalegt alveg bara.
Eiginleg öll fötin okkar voru óhrein svo að við fórum í einhverja lufsuboli og eitthvað svona til málamyndna. Eftir mikla leit í Lonely Planet sáum við að þeir benstu ekki á neinn stað í borginni sem þvoði þvott. VIð spurðum í lobbýinu á hótelinu og þeir redduðu þessu fyrir okkur. Hérna í Mumbai er engin á til að þvo í svo að eitthvað um 5000 manns vinna við að berja þvott utan í steina allan daginn. Við ætlum að kíkja á þetta á morgun og sjá hvernig þetta virkar :) Forvitnilegt að sjá hvort að þvotturinn kemur hreinn til baka!
Í morgun fengum við okkur klassískan bakpokamorgunmat: 3 banana á mann, glúkósakex og 2 lítra af vatni. Mjög fljótlegt, henntugt og ódýrt (60 krónur). Eftir það hentum við okkur inn í hóp sölumannageðveikinnar því að við ætluðum að fara til Elephanta Island. Við keyptum miða með bát þangað. Þegar við komum þangað þurftum við að borga Island entry fee. Þegar við komum að hellunum sem við ætluðum að sjá þá þurftum við að borga ennþá meira. Þeir eru svo sniðugir, Indverjarnir. Maður þarf alltaf að borga eitthvað meira en það sem er uppgefið.
Allaveganna þá sáum við flotta útskorna hella sem eru 1500 ára gamlir. Mjög kúl. Mjög heitt.
VIð fórum á mjög svo hip kúl bara hérna áðan sem heitir Café Mondegar. Ég keypti mér eitt rauðvínsglas og Gunnar fékk sér Cobra, loksins. Rauðvínið var kalt, eiginlega kaldari en bjórinn og bragðið eftir því !!! Cobra var flokkaður sem imported beer og á flöskunni stóð að þessi tegund væri að verða sú vinsælasta í Bretlandi. Við ætlum því bara að halda okkur við Kingfisher og Godfather 10000+ eftir þetta. Við erum að fara í bíó á eftir að sjá eina heita Bollywood mynd. Þetta verður áhugaverð lífsreynsla. Skrifum um það seinna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home