mánudagur, nóvember 14, 2005

Nokkrar staðreyndir síðan síðast

  • Eftir að við komum heim eftir síðasta internet voru óvenjumargir maurar á rúminu mínu. Svo pínulitlir maurar sem að verða að mykju ef maður strýkur yfir þá. UBS kapalinn okkar er með einhverju svona uniti utan um sig, veit ekki alveg hvað það gerir. Þar inni var komið upp hið myndalegasta maurabú. Hristi snúruna og held að það hafi ábyggilega verið um 100 maurar inn í þessu uniti. Þið sem eigið svona snúrur getið skoðað hversu stórt þetta er. Ég bara skil ekki hvernig þeir komust allir fyrir þarna inni eða hvað þeir voru eiginlega að gera þarna.
  • Ég sá litla stelpu æla yfir sig alla í strætó um daginn. Hún átti enga skó og var í sjúskuðum fötum
  • Við erum komin með vegabréfsáritun og flugmiða til Sri Lanka. Brottför er klukkan 10:30 í fyrramálið, svo að næsti póstur verður sennilegast skrifaður í nýju landi. Jei.
  • Við erum búin að hitta litlu krúttlegu stelpuna sem við erum að styrkja í gegnum ABC. Hún heitir Kamala Konda og er rosalega sæt.
  • Borðaði ROSA STERKAN mat í gær. Hverjum dettur eiginlega í hug að kaupa sér chilli chicken í landi sem ræktar chilli.
  • Sendi manni dónalega handbendingu um daginn. Ætlaði ekki að gera það en hann kleip í rassinn á mér svo að hann átti það skilið.
  • Er um það bil að fara að venjast hausahreifingunni sem er svo algeng hérna. Fólk hristir hausinn eins og það sé að segja nei, en það þýðir já. Mjög furðulegt.
  • Mér finnst skemmtilegt í borgum sem að Lonely Planet seggir að séu ekki mikið fyrir ferðamenn. Það er gaman að ferðast fyrir utan þessa klassíssku ferðamannaslóðir. Indland hefur upp á svo margt að bjóða.

1 Comments:

At 12:10, Anonymous Nafnlaus said...

Leidinlegt ad missa af ykkur i Chennai, skemmtid ykkur vel i Sir Lanka, eg fylgist oruglega med ykkur :)

 

Skrifa ummæli

<< Home