mánudagur, nóvember 14, 2005

Erum komin aftur til Chennai eftir 3 daga ferd til Vijaywada og Gunnavarum i Andra Pradesh heradi. Fljugum til Sri Lanka i fyrramalid. Madur er spenntur. Eg er ordinn svo vanur Indlandi og finnst ekkert mal ad vera herna ad eg er soldid stressadur ad fara i nytt land, finnst thad eins og ad thurfa ad laera a allt upp a nytt. En eg kved Indlandi a godum notum, her er buid ad vera gaman ad vera, fyrir utan thessar moskituflugur. En thaer thekkja vist engin landamaeri og munu abygglega heilsa upp a mig a nyjum stad.
Það var mikil upplifun að heimsæja stelpuna sem við erum að styrkja og sjá við hvernig kost hún býr við. Þarna búa 2000 munaðarlaus börn, frá 5 ára til 20 ára aldri og fara í skóla og læra og eiga öruggan samastað. Þarna var okkur tekið með mikilli gestrisni, náð í okkur á lestarstöðina klukkan 4 um nóttina og fengum að gista á heimilinu, fengum að borða og ferð um svæðið. Forstöðumaðurinn Samuel er ekta svona hefðbundinn Indverji. Fyndið að tala við mann sem virðist vera íhaldssamur í skoðunum um hluti eins og réttindi kvenna á Indlandi, skilnaði og hans framtíðarsýn varðandi heimilið. Börnin voru æðisleg, þegar við komum þá hópuðust þau í kringum okkur og heilsuðu okkur öll og spurðu ´´what is your name´´ svo sögðu þau okkur nafnið sitt. Algjörir snillingar þessi börn. Stelpan sem að við erum að styrja, Kamala Konda, er 8 ára og er í 4 bekk. Hún kom og heilsaði upp á okkur og helt í höndina á Jónu allan tímann. Hún labbaði með okkur um allt svæðið og sýndi okkur. Allavegna frábær dagur og frábært að sjá hvað ABC er að vinna gott starf fyrir þessi börn. Svo var líka mjög gaman í Vijaywada. Þarna eru ekki neinir erlendis ferðamenn, ekta Indversk borg, þar sem maður fær frið fyrir sölumönnum.
Jæja næst skrifa ég frá Sri Lanka, vona bara að allt sé í lagi þarna eftir flóðbylgjuna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home