fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Meira um Sri Lanka

Erum nuna i sudur Sri Lanka ad reyna ad sola okkur a strondunum herna, en thad er thvi midur enntha litid af sol :(
Hér er ennþá mikil eyðilegging vegna flóðbylgjunnar síðasta desember. Við erum núna í bæ sem heitir Tangalle og er í miðjunni á suður Lanka. Komum hingað með lest á þriðjudaginn. Við horfðum á eyðilegginguna alla leiðina frá Colombo. Þvílík eyðilegging. Rústirnar byrjuðu nánast strax og við komum út út Colombo og héldu áfram alla leiðina til Matara þar sem við fórum út úr lestinni. Á mörgum stöðum standa húsgrunnarnir einir eftir, sum staðar sér maður part og part úr húsveggjum. Margir búa í tréhúsum ofan á húsgrunnunum sínum, sem hafa verið klöngrað saman í flýti. Hér er samt líka mikil uppbygging. Mér finnst uppbyggingin búin að vera meiri hér í suður Lanka heldur en við Colombo, held það sé vegna þess að hér koma fleirri ferðamenn og ferðamannatímabilið er að byrja, þess vegna hafa þeir byggt allt upp hraðar hér. Samkvæmt Lonely Planet áttu að vera um 10 gistiheimili við ströndina þar sem við erum, en það eru bara þrjú opin. Gistiheimilið þar sem við gistum lenti í flóðbylgjunni eins og allir aðrir, það er
á þremur hæðum og fyrsta hæðin fór í rúst. Þeir opnuðu aftur fyrir tveimur mánuðum. Gaurinn á gistiheimilinu er með sárabindi um hnéið á sér, ennþá að jafna sig eftir skellinn sem hann fékk. Hann sagði okkur að hann hafi verið að bjarga belgísku pari sem var að borða hjá honum morgunmat, klukkan var 9:15 og við það þeyttist hann utan í húsvegg sem ég held að hafi brotnað og lent ofan á löppinni á honum. Allir hérna virðast samt vera brosmildir og iðjusamir, bera ekki þennan harmleik mikið utan á sér allavegna.
Jæja við ætlum að þræða okkur eftir ströndinni hérna, aftur áleiðis til Negombo, sem er bær rétt hjá flugvellinum. Held að planið verði þetta: Tangalle, Mirissa, Unawatuna, Galle, Colombo, Negombo, Bangkok. Vonandi verður komið gott veður í suður Tælandi þegar við komum þangað svo að við getum farið á köfunarnámskeið.
Svona ykkur að vita og okkur að muna, þá er þetta það sem við höfum gert í Lanka: kandy, Dambulla, Sigiriya, Pollanuruwa, Kaudulla National Park, Anurudaphura. Fullt af gömlum rústum og sætir fílar.

Allstaðar hér stendur Lanka, en ekki Sri Lanka og stundum Ceylon. Það er til Lanka oil og Lanka þetta og Lanka hitt. Svipað eins og Íslandspóstur heima og svo framvegis.

Eini bjórinn sem er bruggaður á Lanka er Lion, góður bjór, 4,8%. Hér selja þeir líka Carlsberg, sem að Lion bruggverksmiðjan framleiðir.

Internet er mjög dýrt hérna, þess vegna höfum við lítið verið að skrifa. Símtöl eru líka mjög dýr. Talaði heim um daginn í 10 mínútur og það kostaði 700 íslenskar krónur.

Nokkrar staðreyndir um Tsunami á Sri Lanka:
30196 látnir
3792 saknað
15683 slasaðir
850201 heimilislausir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home