mánudagur, nóvember 28, 2005

Sól

Núna erum við að tala saman.
Erum í litlum bæ sem heitir Unawatuna og er rétt hjá Galle á suðurströnd Sri Lanka. Komum hingað á föstudaginn síðasta og við förum ekki fyrr en á miðvikudaginn næsta. Hér er SÓL, gott veður og okkur hefur tekist að næla okkur í smá lit (rauðbrúnan). Hér er rosalega gott að vera, við erum á indælis hóteli, ef hótel skyldi kallað. Bara eitt herbergi, við erum eiginlega bara að gista hjá indælu konunni sem spurði mig hvort mig vantaði gistingu. Rosa flott útsýni yfir hafið, stórir gluggar og risa rúm með flottu mossí neti.
Maturinn hérna er á allt í lagi verði, svona ef maður veit hvert maður á að fara. Fengum okkur eitthvað sem heitir Roti áðan, nammi namm. Eitt var með grænmeti inn í, annað með tómötum og það þriðja með banönum og súkkulaði. Þetta roti er ekkert skilt því roti sem við keyptum á Indlandi en vá hvað þetta var gott.
Það fer að líða að því að við Gunnar förum til Tælands. Við eigum bara 3 nætur eftir á Sri Lanka! Ótrúlegt alveg hvað tíminn líður hratt!
Jæja, nóg í bili. Best að fara að láta sólina grilla sig aðeins meira. Ég er nú samt orðin pínu brún, þrátt fyrir að vera alltaf að maka á mig sólarvörn númer 40!!
Endilega kíkið á þessa heimasíðu :)
Kveðja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home