laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Hvað ætlið þið að borða á jólunum??
Við Gunnar erum allaveganna búin að borða jólamatinn okkar. Fórum á franskan stað: Cote Azur.

Í forrétt fengum við reykta andabrignu með kartöflum og ristuðu grænmeti: Súpergott
Í aðalrétt fékk ég mér andabringu í Grand Mariner sósu með kartöflugratín og gufusoðnu grænmeti. Gunnar fékk nautasteik (medium steikt) með kartöflugratín og gufusoðnu grænmeti.
Í eftirrétt fékk ég heita súkkulaðiköku með bráðnu súkkulaði og amarettó ofan á. Gunnar fékk sér Tiramísú sem var skreytt með súkkulaðimolum og karamelluhringjum.
Með þessu fengum við sitthvort glasið af rauðvíni.

Maturinn var SÚPER góður. Það var meira að segja alvöru jólalykt af matnum. Besti jólamaturinn í þessu landi hingað til :) Fyrir þetta borguðum við 250 000! Litlir peningar á Íslandi en stórir seðlar hérna.

Á eftir verður síðan franska rauðvínið sem við keyptum um daginn opnað og drukkið úr stórum vatnsglösum. Þar sem ég fékk ekki að kaupa jólasmákökur í Vang Vieng þá ætla ég að borða jólasúkkulaði í fyrramálið. Gunnar fær hnetu M&M í morgunmat á morgun.

Sakna ykkar allra ofsalega mikið.

Jóna Jólabarn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home