fimmtudagur, desember 22, 2005

Rútuverðir

Gleymdi að segja ykkur frá rútuvörðunum. Við Gunnar erum búin að taka rútu tvisvar í þessu landi. Í hverri rútuferð voru 4 starfsmenn eða svo. Bílstjóri, miðagaur, bifvélavirki og varðmaður. Þegar við sáum gaur í fyrsta skipti draga upp riffil og setjast fremst í rútuna vorum við nokkuð sjokkerðu. Þetta var minna skrítið í seinna skiptið. Ég meina hvað erum við að gera í rútu sem þarfnast vélbyssuverndar? En ég bíst við að það sé betra að vera í rútu sem er með vernd heldur en að vera í litlum minivan sem getur verið rændur á hverri stundu.
Annars voru rútuferðirnar hérna ekkert sérstaklega þægilegar. Ef að einhverbókstafur gæti líst ferðinni þá er það S. Mjög krappar beygjur og ekkert nema beygjur. Ég þurfti að taka bílveikistöflu í bæði skiptin til að lifa þetta af. Margir fengu ælupoka og margir notuðu þá. Einn local gaurinn var samt svo þreyttur að hann setti bara pokann yfir munnin á sér og festi höldurnar í eyrunum. Mjög skondið hvernig fólk bjargar sér. Mjög fallegar leiðir sem við fórum. Milljón króna útsýni, fjöll fjöll fjöll.
Við eigum sennilegast bara eina rútuferð eftir í þessu landi Vang Vieng til Vientiene sem verður á morgun. Mjög stutt ferð (3-4 tímar), vonandi verður hún þægileg :)
Kveðja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home