þriðjudagur, desember 20, 2005

Phonsovan, kalt mat!!

kalt er fyrsta ordið sem mér kemur til hugar þegar ég lísi þessari borg. Þarna var kalt a kvoldin, næturnar og á morgnanna. Enda er bærinn í 1200 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er líka ryk, mikið ryk.

Sikk sakk er fyrsta orðið sem kemur upp í hugan þegar ég lísi leiðinni þangað. Ferðin tók átta tíma meðfram fjöllum norður Laos. Við þurftum halda okkur í alla leiðina. Ein beygja til hægri, ein beygja til vinstri, kröpp beygja til hægri, ennþá krappari beygja til vinstri (næstum því u beygja). Já svona var þetta nánast alla leiðina, átta tímar. Da da da da da I´m loving it. Mesta furða var að Laos búarnir sem voru með okkur í rútunni voru að þola ferðina miklu verr en við, ælandi og svona.

Krukkur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugan þegar við fórum að skoða hæðirnar í kringum Phonsavan til að sjá krukkurnar. Þetta eru sem sagt 2500 ára gamlar krukkur. Hver krukka er mörg tonn á þyngd. Enginn veit hver bjó þær til, hver tilgangur þeirra var eða hver kom þeim þangað sem þær eru núna. Í 40 km radíus frá bænum eru 60 staðir þar sem eru krukkur. Við sáum 3 staði. Á hverjum stað var frá 50 - 200 krukkur. Þetta eru sem sagt staðirnir sem eru opnir ferðamönnum því að þeir eru þeir einu þar sem er búið að hreinsa jörðina af jarðsprengjum og klasasprengjum. USA bomberaði sem sagt Laos frá 1965 til 1979 eða eitthvað, vona að ég sé að fara ágætlega rétt með þetta. Ennþá eru sprengjur út um allt þarna í norð austur Laos og fólk deyr á hverju ári við að stíga á sprengju (dýr deyja líka). Á krukkusvæðunum sá maður líka srengjugíga og skotgrafir. Já og já svo sáum við líka víetnamskan skriðdreka frá 1969.

Hefði langað til að sjá annan stað þarna þar sem allt er í sprengígum. Þarna bomberuðu USA mest því að þarna er hin svokallaða Ho Chi Minh trail, þar sem norður Vítetnamar smygluðu vistum og vopnum til sinna manna á bardagasvæðinu í Vietnam. Veit ekki á hvaða lengdargráðu það er en í dag heitir staðurinn DMZ ). Mér finnst þetta áhugavert og ætla að reyna að sjá meira af stríðsminjum í Víetnam um Ameríkustríðið, eins og þetta er kallað hérna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home