fimmtudagur, desember 22, 2005

Hestaferð

Fórum í smá trek í gær.
Mættum klukkan 9:30 og byrjuðum á því að rúnta aðeins um bæinn (nb. hann er pínu lítill og verið að gera við allar göturnar hérna svo að við vorum að rúnta um holóttar götur til að finna leið til að komast út úr bænum). Fórum að skoða helli sem er kallaður Elephant Cave af því að stór fíll dó þar og var brenndur þar. Voða kúl allt saman.
Svo löbbuðum við Gunnar í næsta helli. Fengum svona hausavasaljós með risa rafhlöðu (þurftum að hafa rafhlöðuna hangandi um hálsinn). Kúl hellir sáum eina risakönguló og fullt af limestones.
Næsti hellir var aðeins minni, minna labb en hærra til loftst.
Grillað grænmeti og kjöt með steiktum hrísgrjónum og baguette brauði í hádegismat.
Síðan var komið að þessu skemmtilega! Síðasti hellirinn er fullur af vatni og þess vegna þarf maður að vera á bílslöngu og draga sig inn eftir bandi til að geta komist inn í hellinn. ÓGEÐSLEGA KALLT vatn en eftir smá stund þá fer maður að venjast hitanum. Vorum aftur með svona hausavasaljós með lafandi batteríum. Svolítið skary að láta batteríið fara ofan í vatnið, maður bjóst alveg við því að fá rafstuð hvað á hverju. Sem betur fer voru engir vatnasnákar sem bitu í rassana á okkur :)
Eftir að við vorum búin að skoða síðasta hellinn þá löbbuðum við niður á veg og biðum eftir að vera sótt. Meira tubing. Núna fórum við niður aðalánna á svæðinu. Það á víst að vera pínu hættulegt að fara niður ánna þegar er raining season en ertu ekki að grínast í mér. Við fórum svo hægt að ég hefði geta sofnað á slöngunni ef það hefði ekki verið svona drullukalt. Þegar við vorum búin að vera á slöngunnu í smá tíma kom staður þar sem var hægt að stokkva á ánna. Maður klifraði upp stika, hélt í stöng og lét sig síðan sveiflast í smá stund og síðan datt maður í vatnið. Maður hoppaði úr svona7 metra hæð út í vatnið. Við Gunnar létum okkur ekki duga að fara einu sinni heldur fórum við 2svar. Hundskemmtilegt eins og maður segir. Svo skemmtilega vildi til að á stökkvistaðnum var hægt að kaupa bjór. Drukkum sinnhvoran Beer Lao meðan við sátum þarna. Rosa kósí.
Eftir bjórdrykkjuna fórum við aftur á slöngurnar. Urg hvað þetta var kalt, frystingur að fara aftur ofan í. Eins og ég segi þá fórum við mjög hægt niður ánna og leisögumaðurinn okkar sagði að við ættum klukkutíma eftir þangað til við kæmum aftur í bæinn! Gaurinn var á Kæjak svo að við ákváðum að láta hann draga okkur til að komast fyrr í bæinn. Eftir smá stund þá skellti Gunnar sér líka í bátinn til að róa með leiðsögugaurnum þannig að ég var ein eftir í dragi.
Komum í bæinn klukkan 6 og það var orðið dimmt. Hér sest sólin fyrir hálf sex og þegar við komum í land var eiginlega alveg orðið dimmt.

Það var gott að koma aftur upp á hótel og skella sér í sturtu og svo undir teppi. Góður hestadagur að baki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home