þriðjudagur, desember 20, 2005

Hitinn

Loksins erum við komin í hitann. Þó svo að það sé ekkert sérstaklega heitt hérna (bara þægilega heitt ca. 25 eða eitthvað) þá er heitt miðað við þar sem við vorum í gær. Í morgun biðum við eftir rútunni með sultardropa úr nefi og húfur á höfðum en núna erum við í léttum buxum og stuttermabol; og það er orðið dimmt!

Í tilefni jólanna er ég að spá í að láta lita á mér augabrúnirnar og kannski fara í Lao nudd. Það kostar 5000 kall að fara í litun og nuddið kostar 35 000. Hundódýrt eins og maður segir (10000: 66 krónur).

Við erum komin í Vang Vieng núna sem er hestabær dauðans. Hér eru milljón trilljón gistiheimili, veitingastaðir og ferðaskrifstofur sem skipuleggja allskonar dót fyrir mann. Hér er hægt að vera alveg heilalaus, maður gengur bara á milli og athugar hvar er ódýrast að fara og bókar þar. Allstaðar eru seldir rútumiðar til að fara út um allt. Fullt af afþreyingu í boði sem sagt.

Við erum alveg sammála Settu með hvað búið er að breyta bænum í túristastað sem er alveg út úr kortinu. Við Gunnar vorum að koma frá Ponsavan þar sem er kallt og allir vilja klæða sig eins mikið og þeir geta. Hér er hins vegar búið að setja upp aðstöðu fyrir hvíta fólkið að fara í sólbað. Niður með ánni er búið að setja upp litla bambuskofa þar sem fólk liggur á sundfötunum og sólar sig. Allsstaðar eru seldir fruit shake og panana pancake. Flestir veitingastaðirnir eru á einskonar pöllum og maður situr á mottu með krosslagða fætur í stað þess að vera með lappirnar undir borði. Mjög undarlegt allt saman. Hér er líka hægt að fá magic dót. Fórum á veitingastað áðan sem var með magic pizza, "o" tea og mushroom shake. Verð á þessu liðum á matseðlinum var yfirleitt 5 sinnum meira heldur en venjulegir hlutir á matseðlinum. Enda er Vang Vieng líka stærsti fíkniefnabærinn í Laos. Hér eru líka mikið af ísraelum en þeir virðast laðast að svona bæum!

Annars erum við búin að bóka okkur í hestaferð á morgun. Byrjar 9:30 og er til 5. 4 hellar, þorpsferð, stökkva fram af kletti og fara í túbuferð niður ánna. Með hádegismat og öllum græjum gera þetta 13 us dollars. Mjög skemmtilegt allt saman.

Jæja. Skrifa um hestaferðina á morgun, heyrumst

3 Comments:

At 14:49, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl
Langt síðan ég hef póstað inn commenti. Gaman að fylgjast með ykkur og sjá hvað þið eruð að upplifa. Strákarnir verða örugglega spenntir að heyra um leðurblökurnar og ég einnig spenntur líka. Hvar á svo að vera yfir jólin?
Kv,
Stebbi

 
At 16:53, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ

Er örugglega lélegasti kommentari á síðunni. Vildi bara senda gleði og góða kveðjur úr snjónum hérna á Íslandi. Þetta hljómar allt ótrúlega skemmtilega hjá ykkur, mig langar ekkert smá í svona ferð. (Féll samt í freistni í gær og eyddi slatta úr meintum ferðasjóði í skó í Kron). Allavegana þá vona ég að þið hafið það sem allra best um jólin. Eruð blessunarlega laus við allt stressið sem er í gangi hérna í prófastressi og jólageðveiki.

Kossar og knús
Hulda María (og Stulli)

 
At 02:54, Anonymous Nafnlaus said...

Hæ!
Tók ekki eftir neinum leðurblökum þegar við vorum á túbunum í gær (við sólsetur). Alltaf gaman að sjá leðurblökur svo að það getur vel verið að við kíkjum á þær í kvöld :)

Planið er að vera í Vientiene (höfuðborg Laos) um jólin og borða á frönskum veitingastað. Hver veit nema við fáum okkur villiönd og paté og svolgrum í okkur rauðvíni í leiðinni :)

Allar kveðjur eru betri en engar kveðjur. Skórnir í Kron eru alltaf flottir... Ekki vera að eiga nokkur svoeliðispör í skápnum hjá sér. Annars er ég að spá í að láta sérsauma á mig skó í Vietnam! Fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.

Jóna

 

Skrifa ummæli

<< Home