laugardagur, desember 24, 2005

Hátíðarkveðjur

Okkur langaði til að óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Það er skrítið að vera ekki á Íslandi yfir jólin, heldur vera að gera eitthvað svona mjög frábrugðið. Allar breytingar eru samt af hinu góða. Vorum einmitt að tala um það áðan að ætli við tökum ekki tvöfaldan jólapakka á þetta á næsta ári, tvöfaldar jólaskreytingar, tvöfaldur jólabakstur, tvöfalt jólaskap, tvöfalt jólastress. Við söknum allra heima og við erum að hugsa hlýlega til ykkar. Erum búin að borða fínan mat á frönsku veitingahúsi og erum núna á leiðinni heim á hótelið okkar að horfa á HBO. Gerist þetta eitthvað jólalegra, í 20 stiga hita klukkan 20 að kvöldi?

Vorum að kaupa okkur flugmiða í dag til Hanoi. Fljúgum 27. desember klukkan 17:40. Flugið tekur 1 klukkutíma og 15 mínútur.

Takk allir sem hafa sent okkur jólakveðjur.

Kær hátíðarkveðja, Jóna og Gunnar.

1 Comments:

At 17:41, Anonymous Nafnlaus said...

Við vildum bara óska ykkur Gleðilegra jóla og farsælds komandis árs...!!

Kveðja Óli bróðir, Þura, Björgvin og Sigga!!

 

Skrifa ummæli

<< Home