sunnudagur, janúar 15, 2006

CAMPUCHEA

Erum mætt til Kambódíu. Komum hingað í gær eftir Mekong ánni. Stimpluðum okkur út úr Vietnam, fórum í gegnum eitt hlið og bamm við vorum komin til Kambó. Allir krakkarnir sem voru búin að vera að reyna að selja okkur ávexti, bjór,vatn og snakk löbbuðu bara yfir hliðið og héldu áfram að reyna að selja okkur!! Sem segir okkur bara eitt. Landamæri eru bara í hausnum á fólki. Börnin sitt hvoru megin við landamærin eru alveg eins, alveg jafn krúttleg. Sigldum upp Mekong ánna í fjóra tíma, tókum svo rútu í klukkutíma, þá vorum við komin til höfuðborgarinnar, Phnom Penh (já prófið þið að segja þetta hratt, það er að segja ef þið vitið hvernig á að bera þetta fram).

Ég veit ekki af hverju en ég er búinn að vera með lag með Síðan Skein Sól á heilanum í soldin tíma. Það versta er að ég kann bara eina línu úr laginu en það á svo vel við hérna að ég er bara með þetta á heilanum. Línan er svona: Komdu aftur til mín Dísa, Dísa mín, komndu með til Campuchea.......

Ég og Jóna mín erum búin að vera að túrhestast hérna í höfuðborginni í allan dag. Vöknuðum snemma í morgun, eins og við gerum alla daga, þetta er jú vinna (þægileg vinna). Skoðuðum Konungshöllina og Silfur Pagoduna (fyrir þá sem hafa farið til Bangkok og séð dæmið þar, þá er þetta svipað concept). Skoðuðum síðan Þjóðminjasafnið, en þar eru fullt af styttum og svona frá Khmer tímabilinu (10-14 öld). Rosalega fallegt hús og í þakinu býr heil leðurblökustofn (Ledurblokos Cambodius), mjög merkileg allt saman. Brokkuðum svo meira um borgina. Það er mikil fátækt hérna. Þetta minnir á Indland. Það eru betlarar út um allt og vegirnir í lélegu ásigkomulagi, opin holræsi og börnin labba tötraralega um eða í engum fötum og betla, stundum með litla systkinið sitt hangandi í fatla (sling) um hálsin á sér. Líka mikið af fötluðu fólki, sem vantar á útlimi eða auga eða þvíumlíkt. Þetta tekur mikið á mann.

Annað sem tók á í dag (fyrir utan allt labbið) var safnið sem við fórum á. Tuol Sling genocide museum. Einu sinni var þetta skóli, síðar fangelsi Rauðu Khmeranna (Kallað fangelsi S-21) og núna er þetta varðveitt sem safn til að sýna heiminum viðbjóðin sem gekk á í landinu þegar stjórn Rauðu Khmeranna var við stjórn frá 1974-1979. Þarna var fólk geymt og pyntað yfir yfirheyrslum af 14-18 ára guttum sem voru að vinna með stjórninni. Rífa neglur af puttum og hella 100 % alkohóli yfir, hella alkahóli upp í nefið á fólki, rífa geirvörtur af konum, já þetta er bara lítið brot af viðbjóðnum sem þarna viðhafðist. Það er erfitt að skoða þetta, erfitt að segja frá þessu fyrir þjóðina en nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur........... Konan sem sýndi okkur safnið náði að flýja til Vietnam með mömmu sinni þegar hún var 7 ára í upphafi borgarastyrjaldarinnar. Pabbi hennar, bróðir hennar og systir hennar dóu. Þegar hún sagði: First they killed my father, þá gapti ég bara, hef nefnilega lesið bókina: First they killed my father. Þetta var eins og höfundur bókarinnar væri þarna að tala við okkur. Allavega átakanlegt og virðingarvert af konunni að vera að vinna þarna. Hún er búinn að vera að vinna þarna í 10 ár og talar um þetta á hverjum degi. Hún segir að það hjálpi sér mikið, því að hún á enga ættinga nema mömmu sína (allir týndir eða flúnir land). Mamma hennar hefur aldrei heimsótt safnið, segist ekki vilja það. Heyrðu svo fór hún að segja okkur að núverandi ríkisstjórn viti hvar mikið af stjórnendum Rauðu Khmeranna eru niðurkomnir. Hún segir engum, þeir njóta friðhelgi. Svo sagði hún mjög nálgt, nánast hvíslaði að nokkrir af Rauðu Khmerunum væru ennþá í lykilstöðum í pólitík. Þeir hafa mútað ríkisstjórninni með öllum peningunum og glingrinu sem þeir náðu á tíma Rauðu Khmeranna. Hún sagði okkur að ríkisstjórnin væri mjög spillt og fæstir treystu ríkisstjórninni. Ég veit ekki hvað maður á að halda eiginlega. Ég skil þetta ekki, hvernig er hægt að drepa 2 milljónir af sinni eigin þjóð á 4 árum.

Á morgunn erum við að fara að skoða Killing Fields, sem eru 15 km fyrir utan Phom Penh, en þar voru 17.000 manns drepnir og settir í fjöldagrafir (flestir komu úr fangelsi S-21).

Á morgunn ætlum við líka að taka rútu til Kratie sem er ofar í Mekong ánni og skoða þar höfrunga.

3 Comments:

At 12:47, Anonymous Nafnlaus said...

Komdu aftur til mín Dísa,
Dísa mín,
komdu með í Kenwood Chef (sleik)

Kv,
Stevó

 
At 12:51, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl
Flott dagskrá hjá ykkur. Fara fyrst í fjöldagrafirnar og skoða svo höfrungana.
kv,
SM

 
At 06:42, Blogger Gunni said...

WHAT EVER.... !!!

 

Skrifa ummæli

<< Home