Hoi An
Við erum búin að gera ýmislegt síðustu daganna og það hefur ekki verið mikill tími til að fara á netið og skrifa. Fórum til Hué og skoðuðum ýmislegt skemmtilegt þar. Fórum að sjá DMZ svæðið, mjög kúl! Fórum meðal annars í Vinh Moc göngin sem voru búin til í stríðinu. Þarna bjó fólk og þar fæddust 17 börn! Mjög kúl.Komum til Hoi An fyrir 2 dögum síðan og erum búin að eyða tímanum í að labba um bæinn, skoða mannlífið og láta mæla okkur hjá klæðskerum. Í gær fórum við til My Son að sjá rústir Cham konungdæmisins. Við ímyndum okkur að þetta sé eitthvað svipað eins og Ankor Wat en bara minna, en við ætlum ekki að segja til um það fyrr en við erum búin að sjá bæði.
Núna á eftir erum við að fara til Na Thrang: Strönd, sól, gaman. Eða það er allaveganna planið. Kannski er rigning og rok í Na Thrang og þá ætlum við bara að drífa okkur enn sunnar.
Þangað til næst: Góða heilsu!
1 Comments:
Elsku krúsirnar mínar, veit ekki hvort þið fenguð jólakveðjuna frá mér því ég gleymdi að þið væruð með nýtt email, svo gleðileg jól, til hamingju með afmælið, gleðilegt og farsælt nýtt ár. Hopital er franska, njótið lífsins,
Kamilla græn af öfund
Skrifa ummæli
<< Home