laugardagur, janúar 07, 2006

Nha Trang

Túristarúturnar hérna í Vietnam eru alveg hræðilegar. Við Gunnar erum engan veginn að fíla þær. Erum búin að taka public bus tvisvar, einu sinni lest og tvisvar svona túrista bus. Public bus er ágætt fyrirbæri nema hvað að það er mikið reykt í þeim. Lestin sem við fórum í var hræðileg, tókum næturlest og það voru bara sæti og ljósið var kveikt alla nóttina! Fyrsta hestarútan sem við tókum átti að vera 3 tímar en endaði með því að vera 6 tímar. Seinni rútan var líka ekki svo skemmtileg, næturrúta og við Gunnar fengum ömurleg sæti á meðan feitt fólk sem var fyrir aftan okkur tók 2 góð sæti á mann! Og bakpokinn hans Gunnars blotnaði allur í þeirri ferð. Við erum í Nha Trang núna og næsti áfangastaður er Mi Nem. Það er hægt að taka túristarútu þangað klukkan 8 í fyrramálið og vera komin þangað klukkan 2. Ef við viljum taka lest þá þurfum við að taka lest í einn bæ, rútu þaðan í annan bæ og svo leigubíl síðustu 30 km. Ef við tökum public bus þá þurfum við samt að taka leigubíl síðustu 30 kílómetranna. Þannig að við erum eiginlega neydd til að taka þessa ljótu hestarútu þangað! Hundleiðinlegt!
Annars komum við hingað í morgun, Benidorm Vietnams! Hér eru risahótel, fullt af veitingastöðum og minjagripaverslunum. Ströndin fyrir neðan hótelin er hrein og það eru fullt af sólarbekkjum i boði. Eini gallinn er sá að það er búið að vera rigning á köflum og skýjað síðan við komum hingað klukkan 8 í morgun! Þetta er alvöru íslenskt veður, rok, rigning, ekki rigning, sól, skýjað og svo allt í bland. Það er kannski aðeins heitara hérna en á Íslandi en annars bara mjög mikið íslenskt skítasumar.
Hér eru milljón köfunarskrifstofur út um allt og mig langar ótrúlega að fara að kafa. Nema hvað að sjórinn hérna er ógeðslea skítugur af því að það er búið að rigna svo mikið síðustu vikurnar. Svo er heldur ekki skemtilegt að kafa þegar er rigning því að þá er skyggnið ekki eins gott.
Þess vegna ætlum við bara að drífa okkur héðan. Sé ekki ástæðu til að hanga á sólarströnd þegar er rigning.
Við tókum því bara trukkinn á þetta og kláruðum túristarúntinn rétt eftir hádegi. Komum hingað kl 6 í morgun og tékkuðum okkur inn a hótel sem ég man ekki hvað heitir. Ég fór og náði í baguette (20 krónur stykkið) og kók fyrir okkur í morgunmat og síðan héldum við út í rigninguna. Fyrst fórum við á ljósmynda safn hjá local gaur hérna. Ótrúlega flott. Svo sáum við rosa flotta pagóðu, tékkuðum á lestarmiðum, löbbuðum yfir 2 brýr og sáum svo hundgamla turna þar sem má sjá merki um hinduisma. Eftir að við vorum búin að fá okkur hádegismat ætluðum við að fara á eitt safn en það var lokað svo að við fóum bara og keyptum flugdreka.
Ég er alveg ótrúlega léleg að muna nöfn á götum, hótelum og markverðum stöðum. Þess vegna reyni ég að vera dugleg að skrifa hjá mér nöfn en núna skildi ég bara bókina mína eftir á hótelinu og þess vegna man ég ekki hvað hlutirnir heita.

3 Comments:

At 09:46, Anonymous Nafnlaus said...

Leitt að heyra með rúturnar og veðrið. Ég myndi nú bara í ykkar sporum hanga á hótelinu þar til styttir upp og kaupa kassa af bjór :-)
Kv,
Sveitamaðurinn

 
At 12:23, Blogger Bryndís said...

Kók og baquette (og svo hlæjandi beljan): Morgunmatur ferðalangans :)

 
At 13:53, Blogger Gunni said...

Va Stebbi, akkurat sem eg gerdi, vid hljotum ad hugsa eins........

Matarraedid hja mer thessa daganna er einmitt thetta:
BJOR
Nudlusupa med nautakjoti
Baquette
Vatn

 

Skrifa ummæli

<< Home