Cyber Café Saigon
Núna sit ég inni á netkaffihúsi í Saigon (Ho Chi Minh City) og er að sötra pineapple shake. Hér er heitt og sveitt og það er alveg að mínu skapi.
Vorum í Mui Ne í gær og fyrradag en það er túrsitastaður dauðans og verðin fara eftir því! Það sem var gott við þennan stað er að það var heitt þarna. Það var eiginlega ekki hægt að liggja á ströndinni nema alveg fyrst á morgnana af því að það var of hvasst! Þessi staður er rosa vinsæll fyrir vindsurfing og svoleiðis dót on ef maður liggur of lengi á ströndinni verður maður hulinn í sandi! Nenntum bara að vera þarna í eina nótt svo að við drifum okkur bara til HCM í gær. Komum hingað eftir klukkan 6! Þá er orðið alveg dimmt en við áttum ekki í neinum erfiðleikum með að finna hótel. Okkur var kastað út úr rútunni á aðalbakpokastaðnum og við löbbuðum um og tékkuðum á gistingum. Fengum mjög fínt herbergi á 10 dollara og planið er að vera hérna í 3 nætur. Gatan sem hótelið okkar er við er kölluð Mini Hotel Alley og hún er það alveg. Pínulítið stræti sem er með nokkra tugi hótela og veitingahúsa. Rosa krúttlegt. Það er rosa heitt hérna, eða kannski ekki Indlandsheitt en samt nógu heitt til að maður geti verið á stuttermabolnum á kvöldin og síðan fær maður lit á hendurnar á daginn. Ég er alveg að fíla hitann, bara að muna að drekka mikið vatn og vera með derhúfu. Manni líður miklu betur ef að maður fær smá sól og hita í kroppinn.
Í morgun ákváðum við að sofa bara þangað til við vöknuðu að því að við vorum búin að vakna svo snemma síðustu morgna. Sváfum til 8 og vorum farin út klukkan 9. Jamm svona er maður nú orðin sýrður. Að sofa út þýðir að vakna klukkan 8! Fengum okkur Phó Bó í morgunmat. Fórum á stað sem heitir Phó 2000 og á víst að vera besti núðlustaðurinn í Saigon. Bill Clinton borðaði meira að segja þar þegar hann var hérna. Núðlusúpan va samt frekar dýr, 20 000 (80 kr) en það var alveg þess virði því að hún var rosalega góð. Núðlusúpa kostar venjulega 10 000 ef maður fer á götustað. Við löbbuðum svo um borgina og sáum ýmsa merkilega staði! Sáum Reunification Palace, mjög cool 60' hús sem er einskonar forsetahöll. Fórum líka á stríðssafn sem var eiginlega bara ljósmyndasafn úr Vietnam stríðinu, safnið hét einu sinni China and Amerika War Crimes Museum! Frekar ógeðslegt safn ef maður getur sagt svo! Þetta voru ógeðslegar myndir sem voru síndar þarna. Pyntingar, lík sem var búið að slíta í sundur, fólk sem var dregið á eftir skriðdrekum og annað ógeðslegt sem gerðist í stríðinu! Ég meina þetta er ógeðslegt. Ég held að ég hefði skammast mín mikið ef að ég væri ameríkani og hefði komið þarna! Ég var eiginlega með kökk í hálsinum þegar ég sá nokkrar myndirnar, hvernig er hægt að vera svona vondur?
Saigon er annars mjög kúl borg, ég fíla hana. Hér eru milljón trilljón mótorhjól og ekki svo margir bílar. Umferðin er brjáluð en við Gunnar erum alveg að spjara okkur ágætlega. Hefði samt ekki viljað að þetta væri fyrsta borgin í ferðalaginu, þá værum við ennþá standandi á einhverju götuhorni og hefðum ekki þorað að fara yfir.
Jæja, hundlangur póstur. Best að fara á hótelið og fá sér einn Saigon bjór! Kær kveðja, Jóna
3 Comments:
Loksins loksins getum við skoðað síðuna okkar. Ég vil þakka öllum fyrir jóla, nýárs og afmæliskveðjur sem hafa borist á síðuna. Alltaf gaman að fá komment. Jóna
Hallo hallo ferdalangar! Gaman ad heyra fra ykkur, ekkert ad fila Mui ne segidi. Eg og Valgeir vorum thar alveg i hvad 4 daga eda eitthvad og filudum okkur svo vel. Kannast ekkert vid thetta rok eda neitt,kannski vorum vid bara einstaklega heppin.. hver veit.. alla vega!
Ja sem sagt vid vorum ad borga 2000 B fyrir nottina sem er mjog svo mikid. 3000 kall isl. Thetta var lika voda flott herbergi sem vid vorum a tho svo thetta var ekki tilbuid ad utan. Vorum med loftkaelingu sem var a allan daginn thannig ad vid komum inni svalt herbergi og sjonvarp og svona sem kom ser mjog vel thegar vid fengum einhverja leidinda matareitrun og thurftum ad liggja i ruminu, ekki gaman a svona stuttu ferdalagi. Alla vega, vedrid var snilld allan timann, rigndi einu sinni i mjog stuttan tima en annars var bara ad mestu sol og yndislegheit, engin flod hja okkur. Hef heyrt ad thetta var eitthvad verra sunnar. Vid vorum sem sagt a Ko Chang. Mjog fallegur stadur og maeli eg alveg med honum, vid gistum a Lonely beach a Siam beach. Ja eda oll strondin kallast Lonely beach og svo er henni skipt upp eftir resortum ef vid skyldum thetta rett og okkar var Siam beach. Held ad hotelid sem vid vorum a er thad eina a thessari strond annars er thad bara bungalows, sem eru orugglega einhverjir finir og kosta audvitad mun minna!
Gangi ykkur annars vel, thad er alla vega nokkud vist ad solin er i Thailandi.. alla vega enntha! ;)
heyrumst
Anna Sigga (vid erum ad fara heim i dag.. buhu :( )
Sæl
Manni langar töluvert mikið í núðlusúpu við þennan lestur. Hafið þið skoðað einhverjar Víetnamskar holur sem þeir bjuggu í í stríðinu? Hef allavega þá sýn á landið út frá öllum viðbjóðslegu stríðsmyndunum sem maður hefur séð. Jæja,sný nú aftur í íslenskan raunveruleika með éljagangi og leiðindum og fæ mér kannski instant núðlusúpu úr Bónus þegar ég kem heim.
Kv,
Stebbi
Skrifa ummæli
<< Home