laugardagur, desember 31, 2005

Smá ferðalagsfréttir

Við erum núna stödd í Ninh Binh. Komum hingað áðan og ætlum að taka næturlest á morgun til Hué. Þegar þangað verður komið klukkan 7 að morgni 2. janúar þá verður langþráðum áfanga fyrir Jónu náð. Þá er hún kominn sunnar heldur en hún hefur verið í einn mánuð. Héðan í frá verður ferðinn okkar bara suðurferð, sem þýðir meiri sól og hita. Nýárdag ætlum við að eyða í að hjóla um hér í nágrenni Ninh Binh og skoða kletta og rústir gamallar borgar og virða fyrir okkur sveitalífið. Lestin fer á stað klukkan 18:05 um kvöldið. Lestarferð, jibbý. Það er gaman í lest.

5 Comments:

At 03:19, Anonymous Nafnlaus said...

gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.sjáumst í mars,keep going.

 
At 03:21, Anonymous Nafnlaus said...

Er hægt að kaupa góða gítara þarna fyrir lítinn pening,handa mér.

 
At 03:27, Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með afmælið um daginn Jóna.

 
At 13:29, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir somuleidis Oli og fjolskylda. Eg hef sed margar hljodfaerabudir en aldrei spurt um verd. Mig langar sjalfum i svona litinn gitar med mjoum halsi en mun ekki fa mer, get ekki verid ad burdast med thetta um allt.
Kv. Gunnar.

 
At 15:18, Anonymous Nafnlaus said...

see nice first site -

[url=http://trailfire.com/amoxil] amoxil 875 mg [/url]

http://trailfire.com/amoxil
[url=http://trailfire.com/amoxil] amoxil capsule [/url]

 

Skrifa ummæli

<< Home