laugardagur, desember 31, 2005

Árið

Hjá okkur er klukkan 18:24. Það eru um 5 og hálf klst í nýja árið hjá okkur. Á Íslandi er klukkan núna 11:24. Þar eru um 12 klst í áramót. Við fáum nýtt ár á undan ykkur, liggaliggalái.

Ég fékk mér núðlusúpu í áramótamat, Jóna fékk sér vorrúllur, nýja uppáhaldið hennar, eða meira það eina sem hún vill borða hérna í Víetnam því að henni finnst ekki núðlusúpur góðar. Það er slæmt í Víetnam þar sem núðlusúpur eru seldar á hverju götuhorni.

Nýja æðið mitt, ásamt núðlusúpum, er Bia Hoi. Það er ferskur bjór. Hann er líka seldur á öllum götuhornum. Glasið kostar 3000 dong sem er um 13 krónur. Þetta er s.s. bjór sem að er bruggaður án allra rotvarnarefna og því um líkt þannig að hann eyðileggst mjög fljótt. Þetta er á kút. Á ensku er þetta kallað microbrewery. Það þýðir að það er enginn stórverksmiðja að framleiða þetta heldur bara einhverjir nokkrir bjórbruggarara á horninu (svipað og kaupmaðurinn á horninu, skil jú). Allavegna þetta er mjög gott og hressandi, þetta er eiginlega meiri pilsner heldur en bjór. Held að bjórinn sé í kringum 3,5 % að styrkleika.

Núna á eftir er ég einmitt að fara að fá mér Bia Hoi. Skála fyrir nýja árinu. Ég og Jóna sendum ykkur öllum nýárskveðjur. Verður gaman að sjá á mbl.is á morgunn hvað íslendingar eyddu í rakettur. Smá heimaverkefni: Margfaldið upphæðina sem íslendingar eyddu í rakettur með 15 krónum og þá vitið þið hvað þið fengjuð marga bjóra í Víetnam fyrir peninginn. Svörum skal skila í commentakerfið hér að neðan. Gangi ykkur vel.

Áramótakveðja, Gunnar Bia Hoi.

3 Comments:

At 22:12, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár elsku dúllurnar mínar. Hafið það sem allra best

Kveðja frá Fróni

 
At 21:09, Blogger Bryndís said...

Gleðilegt nýtt ár :) Við höfðum það gott í nýárspartý í Laufrimanum... Sorrý Gunnar við eyddum 0 kr í rakettur -> 0 bjórar :(:(

Kveðja Bryndís og Haukur

 
At 16:16, Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár!

Eyddi 10.000 kalli í rakettur sem samsvarar 667 bjórum.
Kv,
Sveitamaðurinn

 

Skrifa ummæli

<< Home