sunnudagur, apríl 02, 2006

Annað sjónarhorn

Keyptum okkur kippu af Thule bjór í gleri á föstudaginn. Um kvöldið ákvað ég að smakka mjöðinn og hellti honum í glas. Fannst flaskan eitthvað skrítin, eitthvað svo lítil. Ég rýni á miðann á flöskunni og jú jú þetta eru 500 ml en samt var flaskan eitthvað svo lítil. Svo rann það upp fyrir mér, allir bjórarnir úti voru 65o ml, stórir hlunkar. Núna þegar heim er komið finnst mér hálfur líter bara lítið. Skrítið hvað eitt stykki ferð til Asíu gerir allt á Íslandi lítið!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home