fimmtudagur, mars 09, 2006

Ruski Dahab

Allir í Dahab eru að spyrja okkur hvort að við séum frá Rússlandi. Hér er víst mikið af rússum sem koma í sumarfrí. Á mörgum matsölustöðum eru matseðlarnir á rússnesku. Það er víst nauðsynlegt þar sem þeir kunna litla ensku. Ein rúsnesk stelpa sagði okkur áðan að margir rússar fljúga til Sharm el Sheik, tekur fjóra klst, taka rútu hingað í klukkutíma og engin skilur þá þegar þeir reyna að gera sig skiljanlega á hótelinu. Önnur ástæða er líka vegna þess að þeir eru alltaf fullir þegar þeir koma hingað. Ég veit ekki, en ég hef alltaf verið pínu móðgaður þegar ég hef verið spurður hvort við séum frá Rússlandi. Ég segi bara njet og labba áfram !!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home