mánudagur, mars 06, 2006

Sinai

Erum stödd á Sinai skaga. Nú er kvöld. En í dag gátum við horft yfir til Saudi Arabíu, hundmerkilegt. Fórum í kvöldmat áðan og keyptum okkur grænmeti, það var það ódýrasta á matseðlinum. Já svona er að vera bakpokaferðalangur. Staðreyndin er sú að þetta er ein af betri máltíðum sem við höfum fengið að undanförnu. Lærdómur: grænmeti er ekki svo slæmt. Grænmeti og vatn!!! Í eftirrrétt fengum við vatnspípu í boði veitingastaðarins. Tóbakið var með eplabragði, hundgott. Maður má ekki gleyma sér og gleypa reykinn. Nei nei, muna að blása aftur út !!! Á morgunn og næsta dag ætlum við að fara að kafa í Rauða hafinu. Ætlum að skoða nokkra fallegustu köfunarstaði í heimi að mati gárunga. Ferðin hingað var ekki sú auðveldasta. Tókum næturlest frá Luxor til Cairo (10 klst), biðum á rútustöðinni í Cairo í fimm tíma, tókum rútu til Dahab (11 klst) og komum þangað klukkan 24 í gærkvöldi. Mörg stopp á leiðinni. Bærinn sem við erum í núna heitir Dahab. Hér er sannkölluð sólstrandarstemmning. Fullt af veitingastöðum og túrhestabúðum. Fullt af stöðum að bjóða kafanir og kamelsafarí. Það besta við að kafa hérna er að maður labbar bara út í sjó og eftir smá stund dýpkar sjórinn gríðarlega og þar eru kóralar og litríkir fiskar, algjör paradís. Hér er hinsvegar rok þannig að það virðist kalt, þó að engin ský séu á himni og sólin skíni sem aldrei fyrr. Svona til gamans þá er hér rétt hjá Sinai fjall þar sem Guð kom niður úr himnum og rétti Móses boðorðatöflunar, hundskemmtilegt allt saman. Held samt að við náum ekki að kíkja þangað af því að maður má ekki fljúga eða fara upp á há fjöll stuttu eftir að maður kafar. Já og bjórinn, hann er í boði hérna á Adams bar. Einn Stella á 5 Egypsk pund (LE), 60 krónur. Sátum þar áðan að skrifa póstkort og komust að því að þetta er eini staðurinn sem býður upp á alkóhól í pleisinu. Fullt af fólki kom og keypti bjór í poka og fór með heim. Þá er ég að tala um 6-10 bjóra. Bjór í takaway á bar, já alltaf er maður að læra eitthvað nýtt.

Þetta er Gunnar, Sinai.

P.s. Jóna er með eplabragð í munninum og hún er sybbin, ok bless. Publish post, bless bless.

5 Comments:

At 10:10, Anonymous Nafnlaus said...

Vatnspípur, stólpípur og aðrar pípur. Er einmitt búinn að vera að spá í hvað þessar vatnspípur séu? 6-10 bjórar í take-away af veitingastað er hið besta mál. Verst auðvitað að þarna fæst ekki Víking sem er auðvitað einn besti bjórinn í heimi úr íslensku vatni. Muna að taka myndir með einnota vatnsheldri myndavél neðansjávar. Vill fá að uppplifa þetta með ykkur.
Kv,
Stebbi

 
At 09:57, Blogger Anna Sigga said...

Takk fyrir kveðjuna..!!

Ég verð bara að segja ég er eins græn af öfund og hægt er að vera... kafa í Rauða hafinu.. og bara allt og allt... njótið þess tíminn er allt of fljótur að líða..

..talandi um að vera fljótur að líða best að fara að læra.. Próf eru barasta á næsta leyti.. ;Þ

 
At 10:46, Blogger Bryndís said...

Rauðahafið...mig langar þangað... vonandi voru þið að skrifa póstkort til mín...Mér finnst nefninlega svo gaman að fá þau :):) Þekja næstum allan ískápinn..

Hlakka til að sjá ykkur fljótlega

xxx

 
At 20:48, Anonymous Nafnlaus said...

Heimilisfangið mitt er: Immanuelsvej 22,a. 6000 Kolding. Hint hint...póstkort.

 
At 14:00, Blogger Gunni said...

Hae vid komum heim 17. mars. Erum a leidinni med naeturrutu til Cairo i kvold, snokt og fljugum svo til London 12. mars. Aetlum ad heimsaekja Valda og Hollu i Cardiff a leidinni heim og venjast Evropsku verdlagi.

 

Skrifa ummæli

<< Home