laugardagur, mars 11, 2006

Síðasti dagurinn í Cairo

Já, þá er bara komið að því. Síðasti dagurinn í ferðinni. Kannski ekki alveg en allaveganna síðasti dagurinn í Afríku. Í fyrramálið fljúgum við til Evrópu og þar með líkur ferð okkar um framandi lönd.
Komum til Cairo í gærmorgun. 9 tíma næturrúta frá Dahab. Borguðum multipening fyrir leigubíl frá rútustöðinni af því að rútubílstjóranum fannst ofsa sniðugt að stoppa í úthverfi en ekki í miðbænum eins og við gerðum síðast. Fórum á aðaltorgið okkar í leit að gistingu. Prófuðum fullt af ELD gömlum lyftum sem voru ekki í allt of góðu átstandi. Annað hvort voru hótelin uppbókuð, áttu bara eins nótt lausa eða voru lokuð. Fundum loksins eitt hótel sem var með laust en í byrjun leist okkur ekki alveg á verðið hjá þeim en eftir smá prútt fengum við herbergið á verði sem okkur leist á. Fúlt að labba upp á fimmtu hæð með 17 kíló á bakinu og 5 kílóa dagpoka á maganum og fatta að það er lyfta þegar maður er kominn alveg upp!.
Við áttum 2 daga í Cairo í gær og í dag. Í gær fórum við að skoða pýramídana í Giza AFTUR. Mjög magnað aftur. Tókum lókal buss til Giza og löbbuðum bara inn á svæðið. Löbbuðum í kringum alla pýramídana, fórum inn í 3 grafir og nutum þess að vera þarna án þess að leiðinlegur gæd væri að bíða eftir okkur. Tókum hvorki kameldýr né hest á leigu þrátt fyrir þúsundir boða og löbbuðum bara sjálf á stað þar sem var hægt að taka mynd af öllum 9 pýramídunum. Hundskemmtilegt. Þegar við vorum hálfnuð til baka með bussinum var keyrt á okkur. Eða ekki á okkur heldu á bussinn. Bílstjórarnir rifust eins og sveittum aröbum er einum lagið og við skemmtum okkur konunglega. Held samt að þetta hafi verið bussinum að kenna en ekki litla bílnum sem missti stuðarann sinn! Skelltum okkur á stóra M-ið þar sem við prófuðum MacArabia. Skemmtileg aðlögum MacDonalds á local mat.
Í dag var 3 á dagskrá: Finna pósthús til að senda milljón póstkort, skoða Al-Azhar moskvuna og fara á Khan Al-Khalili markaðinn.
Fundum pósthúsið eftir að hafa labbað hring í stóru hringtorgi. Eftir það villtumst við aðeins í vitlausa átt en það var allt í lagi því að við römbuðum í Sultan Hassan moskvuna og skoðuðum hana. Næst villtumst við í Old Cemitery: Mjög skítugt en áhugavert. Vorum næstum á réttri leið þegar við skoðuðum Blue Mosque og því næst komum við að Bab Zuweila. Þá vissum við að við vorum næstum því komin að markaðinum: Sjibbý kóla. Stndum þegar maður er að leita að einhverju þá er það alveg beint fyrir framan nefið á manni en maður er samt villtur og finnur það ekki. Stóðum við stóra götu og horfðum í kringum okkur. Á hægri hönd var einhverskonar markaðsstemmari. Fórum þangað. Bara efni til sölu. Ég hef aldrei séð eins mikið af efni á sama stað eins og þarna. Loftið mettað af efnisögnum þrátt fyrir að svæðið væri undir beru lofti. Villtumst aðeins þarna, nokkur öngstræti og svo búmm við vorum komin aftur á sama byrjunarstað :) Fundum út hvar við vorum með aðstoð Lonely Planet og fundum Al-Azhar moskvuna. Mér var bent á að hylja hárið en það er í fyrsta skipti sem ég geri það síðan við komim í þetta múslima land!! Mjög flott moskva, ótrúlega friðsælt að vera þarna. Svo fórum við á markaðinn: Hello, look here for free! Overpriced matur og ágengir sölumenn. Eyddum nokkrum hundraðköllum en fórum ekki yfir þúsund krónurnar. Náðum svo að villast næstum því á leiðinni heim en svo bara búmm. Gatan okkar byrtist og ljúfa hótelið okkar á næstu grösum. Sáum meira að segja Abdeen Palace (planið var að fara kannski og kíkja á hana, nenntum því ekki en getum allaveganna sagst hafa séð hana að utan!). Gunnar fékk sér Shisha í síðasta skiptið og með því drukkum við te.
Sem sagt bara hinn ljúfasti dagur. Náðum að gera allt sem við ætluðum okkur og í bónus fengum við að sjá fullt af öðru dóti sem var alls ekki planlagt. Svona er að ferðast með mér: Ég er með innbyrgðan villara sem tryggir að maður fari í vitlausa átt. Oftast endar það samt með því að maður rambar á réttan stað eða fær að sjá eitthvað skemmtilegt og óhefðbundið í staðinn.
Núna er klukkan að verða 6 og það er að fara að koma kvöld. Við eigum eftir að vera hérna í 15 klukkutíma í viðbót. Á þeim tíma ætlum við að pakka niður dótinu okkar og slappa af. Við ætlum að fara á uppáhaldsstaðinn okkar og kaupa geðveikt mikinn mat til að borða í kvöldmat. Shawerma er sko uppáhalds maturinn minn, slurp.
Bless
í
bili,
sjáumst
í
Evrópu
:)

1 Comments:

At 15:00, Anonymous Nafnlaus said...

mmm mig langar til Egyptalands og geri það pottþétt sem fyrst :D

Góða ferð til Evrópu, búið að vera gaman að fylgjast með ferðasögunni ykkar smá upplifun hérna í huganum :)

Jóna, ég hitti pabba þinn á árshátíð KB banka fyrir viku pínu fyndið, svona er Litla Ísland í dag

Góða evrópuheimferð,
Bjarni

 

Skrifa ummæli

<< Home