laugardagur, mars 11, 2006

Ýmislegt um Egyptaland

Sátum áðan á testofu og drukkum egypskt te og reyktum vatnspípu (sheasha) með eplabragði, algjör snilld.

Við værum rík ef að við fengjum eitt Egypskt pund í hvert skipti sem okkur hefur verið boðin camelferð, hestaferð, fellucca ferð, leigubíll, papirus.

Vorum við pýramídanna í gær og hlóum mikið þegar egypsku ferðamennirnir fóru í hestaferð og hrópuðu svo um alla eyðimörk Jalla Jalla (hlaupa hlaupa).

Hlógum líka mikið þegar við löbbuðum út í eyðimörkina til að ná mynd af öllum níu pýramídanum og yfir eina sandölduna kemur maður á appelsinugulum asna og hrópar á okkur: Perfect!! I have coke to sell you. Jú eins og allirvita þá þarf maður nauðsynlega á kók að halda þegar maður horfir á pýramídanna.

Uppáhaldsmaturinn okkar Jónu i Egyptalandi hefur verið valin: Shawerma. Það er nautakjöt, tómatar og krydd sem eru flegin af stórum skrokki og sett í pulsubrauð (eiginlega það sem við þekkjum sem Kebab).

Egyptar mega eiga eitt yfir fólk í Suðaustur Asíu, hérna telja sig allir þurfa að hjálpa okkur, allir vita hvert við ættum að vera að fara, hvað við ættum að vera að kaupa og hvert við ættum að vera að horfa. Allar ráðleggingar ókeypis en valfrjálst að gefa baksheesh (þjórfé), valfrjalst my ass!!

Hér í Egyptalandi verður Jóna fyrir meira áreiti heldur en í Suðaustur Asíu. Í dag kallaði einn maður á eftir mér og leit um leið á Jónu: Hey you mister, you very lucky man, you very lucky. Maður veit ekki hvað maður á að gera, þakka fyrir komment eða blóta (berja).

Byggingarnar sem budget hótelin hérna í Cairo eru í eru alveg met. Hótelin eru öll á 4 eða 5 hæð í byggingunum. Sjálf hótelin eru alveg snyrtileg en húsin sjálf eru mjög niðurnýdd. Andyrin eru full af gömlum húsgögnum, pappakössum og drasli. Veggirnir ógeðslegir, steypan brotnuð upp úr allstaðar og á öllum hinum hæðunum eru yfirgefnar íbúðir allar í drasli. Í hótelbyggingunni okkar er gat eftir öllum veggnum þar sem hægt er að sjá stigaganginn við hliðiná. Svo eru það lyfturnar, þær eru allar frá Victoria tímabilinu. Svona trélyftur með gleri í gluggunum. Fyrst þarf maður að opna járngrind og svo þarf maður að opna tréhurðirnar (svona vængjahurðir). Í einni byggingunni þar sem við skoðuðum hótel sá ég að lyftan var frá 1897!! En það skemmtilega við þetta allt saman er að þessar lyftur virka, ótrúlegt.

Fórum í íslamska hluta Cairo i dag og þar býr ennþá í húsum frá miðöldum.


Svona er Egyptaland. Hér er allt mjög nútímalegt en á sama tíma er hægt að labba nokkra götur til að vera komin aftur til miðalda, bæði efnislega og andlega.

Og svona í lokinn:
ُقعة شي بهمش خننعق رثم اثقىش ه ُلغحفشمشىيهو فاشي رثقعق سشةف لخفف شي نخةش اثهة خل بش اثهفش سشثىل خل اثهفش سفعقفعو لاهي شي اثهمسش اثهة فاشق فهم ىمشق هسمشىي خلقعة سنخقهيز

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home