mánudagur, mars 13, 2006

Wales

Jæja, þá er maður bara mættur í veldi bretanna. Lentum í hádeginu í gær eftir tæplega 5 tíma flug frá Cairo. Rúta beint frá flugvellinum til Cardiff og þaðan leigubíll til Valda og Höllu. Brrr, hér er kalt, við sáum hellings snjó á leiðinni hingað. Hér er hitastigið einhversstaðar um frostmark. Það er ekkert sérstaklega hagstætt fyrir okkur þar sem við erum ekki með nein hlý föt. Í dag fórum við út í göngutúr. Ég var í síðermabol, léttri peysu, þykkri peysu og flíspeysunni hans Gunnars. Svo var ég með hálsklút frá Kambódíu. Mér var kalt. Fór inn í nokkrar hip og kúl búðir í Cardiff en þar sem sumarið kemur opinberlega 1. mars hérna þá voru einu fötin sem voru í boði hérna brjóstsíðir jakkar eða mínípils og ég fann ekkert sem gat hugsanlega minnkað kuldann sem nísti að mér. Skrýtna lið!
Hér er allt mjög hreint, vá hvað allt er snyrtilegt hérna. Göturnar eru hreinar, bílarnir keyra á akreynum og allt er voða skipulagt. Meira að segja ruslið í görðunum hjá fólki virðist vera hreinlegt miðað við ýmislegt sem við höfum séð. Hér er líka mjög friðsælt, hér eru engar moskvur sem góla á öllum tímum sólahringssins.
Við erum greinilega komin til Evrópu. Hundskemmtilegt alveg hreint. Eigum eftir að vera í frystingnum hérna í 4 daga í viðbót og svo er það bara Flugleiðir og búmm, við komin til Íslands á nó tæm.
Við erum í góðu yfirlæti hjá Höllu og Valda og Alexander sér um að halda okkur uppteknum. Rosa gaman að koma í heimsókn og hitta þau :)

8 Comments:

At 11:00, Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin í siðmenninguna og lífsgæðakapphlaupið.

kv.
Valgeir

 
At 17:21, Blogger Anna Sigga said...

Vá eruð þið bara að koma heim...

tíminn flýgur maður..!!

Við höfum svo hitting einhvertíma svo við getum talað um framandi menningu og lönd... aldrei fær maður nóg af því..

;O)

 
At 18:37, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir póstkortið. Það er líka kalt í Danaveldi.....skííítkalt!!

 
At 04:40, Anonymous Nafnlaus said...

Eitt það fyrsta sem ég sá í Cardiff var nú moskva..

enívei.. velkomin til Evrópu

 
At 04:42, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var ég hérna fyrir ofan..

 
At 10:18, Blogger Bryndís said...

Ég hlakka til að knúsa ykkur um helgina ..Jibbý þið eruð að koma heim :):)

Knúskveðjur Bryndís

 
At 18:50, Blogger Gunni said...

Hae takk fyrir allar kvedjurnar. Vid hlokkum til ad koma heim og svo verdur ad undirbua myndakvold og umraedur um heiminn. Hann er stor, margt ad tala um. Eg er thegar buinn ad panta stofu 101 i Odda fyrir pallbordsumraedur. Ja Island er malid, hnus verda thegin.

 
At 16:17, Anonymous Nafnlaus said...

Æi, hvað ég hlakka til að sjá ykkur. Búin að hugsa mikið til ykkar upp á síðkastið. Jóna, við þurfum að spjalla saman, svo þurfum við að fara að plotta ;o)

 

Skrifa ummæli

<< Home